20.02.2017 | 11:12 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
100 vetnisbílar hafa nú verið afhentir sem hluti af verkefninu Hydrogen Mobility Europe (H2ME) sem er þverevrópskt verkefni sem hefur það að markmiði að búa til stærsta net vetnisstöðva á heimsvísu auk þess að fjölga vetnisbifreiðum í umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá verkefninu, sem má lesa nánar um á síðu verkefnisins og í frétt CTV News.  ...
17.02.2017 | 09:55 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sí...
06.02.2017 | 16:06 | Flokkur: Hydrogen/Vetni, Rafmagn/Electricity
Skipið Energy Observer, sem gengur fyrir rafmagni og vetni leggur brátt í heimsreisu sem mun taka 6 ár.  Á leið sinni mun það heimsækja 50 lönd og koma í 101 höfn til að sýna heimamönnum tæknina um borð. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem má lesa hér og einnig aðra umfjöllun um skipið hér....
07.07.2016 | 10:39 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
David Wenger hjá Wenger Engineering GmbH hefur nú ekið MB vetnisbíl í 2 ár og lýsir upplfiun sinni í nýlega útgefinni samantekt. Þar segir hann frá reynslu sinni hvað varðar innviði fyrir vetnisbíla, notkun smáforrita sem halda utan um stöðu vetnisstöðva og akstur bílsins sjálfs. Sjá nánar í umfjöllun Green Car Reports og kynningu Wengers....
21.03.2016 | 10:21 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Í sumar verður hægt að keyra alla leið frá Skagen til Kaupmannahafnar á vetni - rúmlega 400 km - og verður Danmörk þar með fyrsta ríki heims, þar sem þetta verður hægt. Net 12 vetnisstöðva, sem verður tilbúið í vor, gerir Dönum þetta kleift. Vetnisvæðing landsins er lykilþáttur í stefnu Dana að verða óháðir notkun jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2050....
10.03.2016 | 11:33 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
H2 Logic í Danmörku opnaði í liðinni viku níundu vetnisstöð landsins. Stöðin er jafnframt sú þriðja sem vígð er á síðastliðnu hálfu ári í Danmörku og mun hún þjónusta Hyundai vetnsbíla á austanverðu Jótlandi. Vetnið er framleitt af Strandmøllen og með tækni frá NEL-Hydrogen, systurfyrirtæki H2 Logic. Vetnisstöðin í Kolding er hluti af H2ME verkefnin...
07.03.2016 | 13:18 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Næsta kynslóð rafbíla verður í formi vetnisbíla, samkvæmt framkvæmdastjóra Uno-X group, Vegar Kulset. Fyrirtækið stefnir að því að opna 20 vetnisstöðvar fyrir árið 2020 í Osló, Bergen, Trondheim, Stavangri og Kristiansand og meðfram þjóðvegum á milli þessara borga. Kulset kallar eftir því að stjórnvöld fjalli um vetnisstöðvar í Samgönguáætlun sinni ...
04.02.2016 | 08:46 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Frasælt samstarf Honda og GM heldur áfram. Bílaframleiðendurnir tveir hyggjast reisa sameiginlega efnarafalaverksmiðju fyrir árið 2025 en þeir munu áfram framleiða sjálfir bíla sína þó þeir noti sömu rafala. Honda stefnir að því að koma Honda Clarity vetnisbíl á markað árið 2017 á meðan enn er óljóst hvenær GM kemur til með að snúa aftur í vetnisbra...
06.01.2016 | 10:10 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Hyundai ætlar sér að framleiða nýjan Tucson vetnisbíl fyrir 2020, sem er meira en einungis breytt útgáfa af bensínbifreið. Nýja útgáfan mun ná 800 km drægi, sem er umtalsvert umfram það sem núverandi keppninaugar bjóða, en Toyota Mirai hefur 500 km drægi og Honda Clarity Fuel Cell, sem kemur á markað árið 2017, hefur 700 km drægi. Sjá nánar í grein...
Next page »