03.01.2018 | 09:19 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Við viljum benda á nýja og uppfærða síðu Norsk hydrogenforum. Hún er á norsku en hana má auðveldlega þýða í vafra og lesa á öðru tungumáli upplýsingar um spennandi núverandi og komandi vetnistengd verkefni í Noregi, vetnisfréttir og um ráðstefnur og viðburði í geiranum. Sjá nánar hér hydrogen.no....
28.11.2017 | 09:10 | Flokkur: Hydrogen/Vetni, NAHA
Samkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni mun fjöldi rafbíla á götum heimsins ná 2 milljónum fljótlega og talið er að fjöldinn muni ná 9-20 milljónum fyrir árið 2020. Toyota bílaframleiðandinn, sem selur 10 milljónir bíla á ári, ætlar samt sem áður að veðja á vetni sem orkugjafa framtíðar, enda merkir Mirai, heiti vetnisbíls Toyota, framtíð. Sjá nánar í...
20.02.2017 | 11:12 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
100 vetnisbílar hafa nú verið afhentir sem hluti af verkefninu Hydrogen Mobility Europe (H2ME) sem er þverevrópskt verkefni sem hefur það að markmiði að búa til stærsta net vetnisstöðva á heimsvísu auk þess að fjölga vetnisbifreiðum í umferð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá verkefninu, sem má lesa nánar um á síðu verkefnisins og í frétt CTV News....
17.02.2017 | 09:55 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sí...
06.02.2017 | 16:06 | Flokkur: Hydrogen/Vetni, Rafmagn/Electricity
Skipið Energy Observer, sem gengur fyrir rafmagni og vetni leggur brátt í heimsreisu sem mun taka 6 ár.  Á leið sinni mun það heimsækja 50 lönd og koma í 101 höfn til að sýna heimamönnum tæknina um borð. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem má lesa hér og einnig aðra umfjöllun um skipið hér....
07.07.2016 | 10:39 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
David Wenger hjá Wenger Engineering GmbH hefur nú ekið MB vetnisbíl í 2 ár og lýsir upplfiun sinni í nýlega útgefinni samantekt. Þar segir hann frá reynslu sinni hvað varðar innviði fyrir vetnisbíla, notkun smáforrita sem halda utan um stöðu vetnisstöðva og akstur bílsins sjálfs. Sjá nánar í umfjöllun Green Car Reports og kynningu Wengers....
21.03.2016 | 10:21 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Í sumar verður hægt að keyra alla leið frá Skagen til Kaupmannahafnar á vetni - rúmlega 400 km - og verður Danmörk þar með fyrsta ríki heims, þar sem þetta verður hægt. Net 12 vetnisstöðva, sem verður tilbúið í vor, gerir Dönum þetta kleift. Vetnisvæðing landsins er lykilþáttur í stefnu Dana að verða óháðir notkun jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2050....
10.03.2016 | 11:33 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
H2 Logic í Danmörku opnaði í liðinni viku níundu vetnisstöð landsins. Stöðin er jafnframt sú þriðja sem vígð er á síðastliðnu hálfu ári í Danmörku og mun hún þjónusta Hyundai vetnsbíla á austanverðu Jótlandi. Vetnið er framleitt af Strandmøllen og með tækni frá NEL-Hydrogen, systurfyrirtæki H2 Logic. Vetnisstöðin í Kolding er hluti af H2ME verkefnin...
07.03.2016 | 13:18 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Næsta kynslóð rafbíla verður í formi vetnisbíla, samkvæmt framkvæmdastjóra Uno-X group, Vegar Kulset. Fyrirtækið stefnir að því að opna 20 vetnisstöðvar fyrir árið 2020 í Osló, Bergen, Trondheim, Stavangri og Kristiansand og meðfram þjóðvegum á milli þessara borga. Kulset kallar eftir því að stjórnvöld fjalli um vetnisstöðvar í Samgönguáætlun sinni ...
Next page »