16.10.2015 | 14:02 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita áfram skattaafslátt vegna kaupa á vetnisbílum til ársins 2018, en til stóð að gildistími ívilnana yrði til ársloka 2015. Þessu fagnar sérstaklega fyrirtækið H2 Logic sem rekur í dag 7 vetnisstöðvar víðs vegar um Danmörku og gerir ráð fyrir að opn 4 til viðbótar á næsta ári. Sjá nánar í fréttatilkynningu H2 Logic....
01.10.2015 | 08:50 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Nú í september vígði H2 Logic sína sjöundu vetnisstöð í Korsør á Sjálandi. Með þessari stöð hefur Danmörk nú eitt þéttasta net vetnisstöðva á heimsvísu en stöðin í Korsør er hluti af HyFIVE, verkefni sem styrkt er af FCH JU, evrópsku samstarfsverkefni, og dönski orkustofnuninni. Sjá hér fréttatilkynningu H2 Logic.   ...
03.09.2015 | 14:08 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Norðmennirnri Arnt-Gør­an Hart­vig og Marius Born­stein prófuðu á dögunum Hyundai ix35 vetnisbíl á þjóðveg­um í Þýskalandi. Ekki nóg með það, heldur óku þeir stanslaust í sólahring og keyrðu heila 2383 kílómetra. Metið settu þeir með því að aka eins oft og þeir gátu fram og aft­ur rúm­lega 300 km leið á milli vetn­is­stöðvar Vaten­fall í HafenCity í...
13.08.2015 | 09:43 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Vetnisbíll Toyota, Mirai, setti nýverið met í drægi í bandarískri aksturstilraun. Drægi bílsins á tankfylli mældist 502 kílómetrar í blönduðum akstri. Toyota Mirai þykir bylting á sínu sviði og hefur verið afskaplega vel tekið, síðan hann var frumsýndur í lok árs 2014. Á þessu ári reiknar Toyota með að selja 1500 eintök af vetnsibílnum. Sjá nánar í...
04.08.2015 | 14:55 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Bygging stærstu vetnisstöðvar heims er fyrirhuguð í San Fransisco innan fárra ára. Verkefnið, sem styrkt er bæði af hinu opinbera og einkaaðilum, miðar að því að reisa vetnisstöð sem þjónar farartækjum á landi og sjó. Framleiðslugeta hennar verður um 1500 kg vetnis á dag, en þar af mun ný vetnisferja þurfa tvo þriðju hluta þess magns. Frekari upplý...
29.07.2015 | 09:37 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Umræður um arftaka jarðefnaeldneytis sem orkugjafa bíla heldur áfram: hinn eilífi samanburður vetnis og rafmagns. Harald Wester, framkvæmdastjóri tæknisviðs Fiat Chrysler, telur vetni munu hafa vinninginn fram yfir rafmagn sem orkugjafi til framtíðar. Í þessu sambandi vildi hann þó ekki tjá sig um uppbyggingu innviða fyrir vetnisbifreiðar og vildi e...
24.07.2015 | 09:07 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Eigendur vetnisbíla í Kaliforníu kvarta sáran undan óáreiðanleika vetnisstöðva svæðisins. Þeir segja stöðvarnar oft vera lokaðar vegna bilana og oft geta einungis sinnt tveimur bifreiðum í einu. Í Kaliforníu býður Hyundai eigendum og leigjendum Tucson vetnisbíla ókeypis áfyllingar vetnis í þrjú ár frá undirritun samnings og sömu fríðindi fylgja Toyo...
07.07.2015 | 09:43 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
Hér á fréttasíðu Íslenskrar NýOrku hefur áður verið fjallað um stefnu Japana um uppbyggingu vetnishagkerfis (e. hydrogen economy). Nú hafa Honda, Nissan og Toyota tilkynnt samstarf um eflingu og fjölgun vetnisstöðva í Japan. Bílaframleiðendurnir þrír mun fjármagna þriðjung rekstrarkostnaðar vetnisstöðvanna, að hámarki USD 90.000 fyrir hverja stöð. Á...
02.07.2015 | 10:29 | Flokkur: Hydrogen/Vetni
2016 útgáfa Toyota Mirai mun hafa 500 km drægi samkvæmt nýtniáætlunum og -mælingum Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Þegar sala hefst í lok þessa árs, mun þessi gerð Mirai vera eina hreinorkubíllinn (með útblástur 0 g CO2/km) á markaði sem nær 500 km markinu í drægi. Toyota mun í Bandaríkjunum bjóða kaupendum upp á ótakmarkað vetni til áfyllingar í ...
« Previous page Next page »