02.01.2018
Stjórnarmađur NýOrku sćmdur fálkaorđu

Íslensk NýOrka óskar Alberti Albertssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins, hjartanlega til hamingju með að vera sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni nú á nýársdag 2018. Það er gott að sjá að framsækni og áræðni í orkumálum séu metin að verðleikum. Albert hefur sannarlega unnið samfélaginu vel með elju og áræðni og er vel að þessum heiðri kominn.

Sjá frétt mbl.is.