12.02.2015
Norska stórţingiđ mótar stefnu í notkun vetnis

Orku- og umhverfismálanefnd norska stórþingsins samþykkti í lok janúar fimm tillögur að aðgerðum til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Ein þeirra varðar stefnu hvað varðar notkun vetnis í þessu tilgangi og stefnt er að því að útblástur vegna almenningssamgangna verði enginn árið 2025.Ola Elvestuen, formaður nefndarinnar telur þetta vera mikilvægt skref í rétt átt.

Nú þegar hafa Akershús fylki og Osló borg unnið markvisst og sameiginlega að fjölgun vetnisbifreiða í umferðinni síðan í mars 2014 og bindur Kristian E. Vik, formaður Norsk Hydrogen Forum, miklar vonir við þetta frumkvæði stjórnvalda í loftslagsmálum.

Sjá nánar í frétt Norsk Hydrogen Forum.