13.02.2015
Hyundai gengur til liđs viđ HyTEC verkefni

Hydrogen Transport in European Cities (HyTEC) samstarfsverkefnið tilkynnti nú á dögunum að það hygðist opna þriðju vetnisfólksbílastöð sína í Oslo en einnig kom fram að Hyundai hefði gengið til liðs við verkefnið.

Hyundai mun leggja Osló borg til átta ix35 vetnisbifreiðar á árinu sem nýtt geta sex hleðslustöðvar víðs vegar um borgina. Bifreiðarnar verða góð viðbót við verkefnið sem nú er starfrækt einnig í Kaupmannahöfn og London, þar sem hleðslustöðvar og flotar vetnisfólksbíla og –leigubíla miða að því að sýna fram á fýsileika og möguleika þessarar tækni í samgöngum.

Sjá frétt Gasworld.