22.03.2015
Vetni nú selt á bifreiðar í Kaliforníu

Fyrsta vetnisstöðin í Bandaríkjunum sem selur vetni í stað þess að gefa það, hefur verið tekin í notkun undir heitinu Cal State L.A. Hydrogen Research and Fueling Facility. Hingað til hafa bílaumboðin gefið vetni bæði til þess að freista kaupenda og vegna þess að vantað hefur nægilega nákvæm mælitæki á dælustöðvum. Sökum þess hve fáir vetnisbílar hafa verið í umferð hefur þörfin fyrir mæla verið lítil en nú hefur hins vegar orðið breyting þar á. Kaliforníuríki hefur ráðstafað 200 milljónum dala til uppbyggingar vetnisstöðva næsta áratuginn í viðleitni til aukningar á hlutdeild bíla sem nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.