11.12.2015
Kia vetnisbíll á götuna fyrir 2020

Kóreski bílaframleiðandinn Kia telur vetni vera orkubera framtíðar og áformar að selja vetnisbíla sína á almennum markaði frá árinu 2020. Þangað til mun Kia framleiða 1000 slíka bíla á ári til prófana og auka smíði rafbíla og þannig smám saman draga úr framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar í frétt mbl.isHybrid Cars og fréttatilkynningu Kia.

Kia hefur gert tilraunir með vetnisbílinn Borrego.