10.03.2016
H2 Logic vígir 9. vetnisstöđ Danmerkur

H2 Logic í Danmörku opnaði í liðinni viku níundu vetnisstöð landsins. Stöðin er jafnframt sú þriðja sem vígð er á síðastliðnu hálfu ári í Danmörku og mun hún þjónusta Hyundai vetnsbíla á austanverðu Jótlandi. Vetnið er framleitt af Strandmøllen og með tækni frá NEL-Hydrogen, systurfyrirtæki H2 Logic. Vetnisstöðin í Kolding er hluti af H2ME verkefninu www.h2me.eu sem styrkt er af Fuel Cells and Hydrogen 2 Joint Undertaking www.fch.europa.eu og H2DK verkefninu sem styrkt er af Orkustofnun Danmerkur.

Sjá nánar á síðu H2 Logic og tilkynningu FCH JU