Frábær kennsluvefur um vetni hefur verið settur upp á vegum Valdimars G Valdimarssonar sem löngum hefur verið seigur við að fræða um nýja orkutækni og vetni.


Íslensk NýOrka hefur þýtt og staðfært bækling um samgöngustefnu fyrirtækja. Þessi bæklingur var fyrst sendur til 7000 fyrirtækja á landinu með viðskiptablaðinu og síðar sendur umhverfisnefndum allra sveitarfélaga. Það er von okkar að hann nýtist fólki sem vill draga úr koltvísýringsútblæstri frá flutningum vegna starfsemi fyrirtækja, en mikið er rætt um það hvernig almenningur getur lagað sig að breyttum áherslum. Almenningssamgöngur, hjól og gönguferðir geta dregið mjög úr útblæstri ef fjöldinn ákveður að nota slíka ferðamáta. Skoðið bæklinginn og hefjið síðan skipulagninguna. það eru til margvíslegar leiðir til að takast á við aðsteðjandi vá. Vistvæn samgöngustefna fyrir fyrirtæki og sveitarfélög.

 

 

  

Vetni - orkuberinn hreini fjallar um aðferðir við að vinna og nýta vetni. Þetta leshefti er einkum ætlað kennurum og nemendum sem vilja skoða vetni í samhengi við efnafræði, eðlisfræði, náttúrufræði og orkumál. Gjörið svo vel og notið að vild, en sendið athugasemdir við efnið, spurningar nú eða viðbætur til Önnu Margrétar.

Litli vetnisvísirinn lýsir eðlis- og efniseiginleikum vetnis og inniheldur ýmsar fleiri upplýsingar sem tengjast notkun þess sem orkubera.

Vetni hreinn orkuberi - hreyfimynd sem sýnir tengsl vetnis og vatns, er komin á skólavefinn. Diskar með efninu voru sendir 2003 til allra skóla á landinu. Árið 2006 var efnið gefið til skólavefsins, sem bauðst til að setja það upp og auka þannig aðgang skóla, kennara og barna að efninu.

Við viljum benda á að í heftinu Vetni - orkuberinn hreini er mikið af íslenskum þýðingum tækniorða er varða venti. Þar eru ensk hugtök skýrð og nefnd í samráði við orðanefnd tækni og rafmagnsfræðinga. Við látum það nægja í bili. Sendið okkur endilega ábendingar um góð nýyrði.

Þessi litli bæklingur inniheldur myndir og stuttar útskýringar á vetnisstöðinni sem var og hét við Grjótháls og kerfinu í strætisvögnunum sem voru í notkun. 

Einnig má finna fleiri bæklinga og fréttabréf á enskri útgáfu síðunnar okkar: newsletters eða fréttabréf sem eru auðlesin, myndskreytt og skýra frá því sem helst hefur borið á góma frá því árið 2001. 

Útgefið efni er einnig oftast auðlesið þar sem stefna okkar er sú að upplýsa almenning um það sem við erum að gera.