Vorið 2012 kom út skýrsla sem Íslensk NýOrka gerði fyrir NORA (Nordic Atlantic Cooperation) sem ber heitið 'Stimulating the growth of electric mobility in the North Atlantic region'.

Í lok ársins 2011 kom út skýrslan Yfirlit yfir rafbílaverkefni í samstarfi við Íslenska NýOrku - sumrin 2010 og 2011.

Um miðjan júlí 2010 var auglýst eftir þátttakendum í tilraunaverkefnið 'Rafbílar fyrir almenning'. Yfir hundrað og þrjátíu umsóknir bárust, auk þess sem fjöldi fólks og fyrirtækja hringdi vegna mikils áhuga á málefninu. Hér má finna lokaskýrslu verkefnisins.

Intelect verkefnið hafði það af markmiði að kortleggja ívilnanir fyrir visthæfabíla í norðurlöndunum kláraðist sumarið 2012, en niðurstöður þess eru mjög áhugaverðar og geta meðal annars verið leiðbeinandi fyrir stjórnvöld sem vilja knýja áfram innleiðingu vistvænna ökutækja. Hér fyrir neðan má finna skýrslu verkefnisins en auk þess eru þar tvær reiknivélar, Calculator A þar sem hægt er að bera saman mismunandi visthæf farartæki og mismunandi lönd. Og Calculator B þar sem hægt er að leika sér með marga parametra (rafmagnsverð, vegtolla og margt fleira). Við hvetjum áhugasama um að kynna sér þetta:

Lokaskýrsla Intelect

Calculator A, einnig hjá Orkusetri

Calculator B

Árið 2011 kom út skýrslan 'Orkuskipti í samgöngum' sem unnin var af Grænu Orkunni, hana má finna hér.

Ný áfangaskýrsla Grænu orkunnar var birt í apríl 2015. Hér má lesa hana eða hlaða niður.

Helga Ögmundardóttir hefur góðfúslega veitt leyfi til að birta skýrslu um viðhörfskönnun sem hún vann í vetur. Vinnan var fólgin í viðtölum við eigendur visthæfra bíla, sérfræðinga í orkugeiranum og samantekt á fundi sem haldinn var til að kortleggja afstöðu fólks til nýs eldsneytis. Helga dregur saman greinargóð svör og setur efnið upp í samræmi við spurningar sem lagðar voru fyrir. Verkefnið var unnið á vegum Háskóla Íslands, stofnun Sæmundar fróða og fjármagnað af SMART-H2. Þessi könnun getur hjálpað til við að brúa bilið milli óska notenda og mótun eldsneytisstefnu.

Þessi skýrsla er á íslensku: Viðhorf til nýs eldsneytis

Verðlaunaverkefni Elísabetar Björneyjar Lárusdóttur við Háskólann í Reykjavik fjallar um framboð á rafmagni í þremur hverfum Reykjavikur sem nýta mætti til að hlaða rafbíla. Elísabet hefur góðfúslega leyft birtingu hennar hér. Elísabet er að vinna við ýmis smáverkefni innan SMART-H2 en stefnir á að vinna stærra verkefni innan þess og taka saman yfirlit um nýtni ýmissa gerða bíla og dreifistöðva sem Meistaraverkefni á vegum Háskóla Íslands og  NýOrku snemma næsta ár, 2009.

ECTOS-verkefninu lauk árið 2005 og er allt efni því tengt komið út. Sökum þess að um sam-evrópskt verkefni var að ræða er allt efnið á ensku. Þó var gefinn út stuttur kynningarbæklingur um verkefnið á íslensku, og má nálgast hann hér.

Fréttabréfin voru gefin út með reglulegu millibili meðan á verkefninu stóð.

ECTOS fréttabréf 1 
ECTOS fréttabréf 2 
ECTOS fréttabréf 3 
ECTOS fréttabréf 4

Fréttabréf Íslenskrar NýOrku 2007

Skýrslur:

Allar skýrslur ECTOS verkefnisins eru komnar út. Sú skýrsla sem er eiginlega útdráttur úr flestum hinna er númer 17, en hver skýrsla um sig fjallar um tiltekinn þátt verkefnanna. í stað skýrslu no 14 um nýtni vagananna bjóðum við lesendum ítarlegri skýrslu sem fer nákvæmlega í það hvernig vagnarnir notuðu orkuna sem fólgin er í vetninu. Þetta er grein sem birtist í International Journal of Hydrogen Energy.

Efni skýrslanna er sem hér segir: