The Nordic Hydrogen Partnership (NHP) var stofnað árið 2006, þegar ýmis norræn vetnissamtök tóku höndum saman um að samræma innleiðingu vetnisbíla og vetnisststöðvar á norrænan markað.

NHP hét upphaflega Scandinavian Hydrogen Highway Partnership (SHHP), en því nafni var breytt í lok árs 2020 til að endurspegla breytt umfang og áherslur samstarfsins.

NHP samanstendur af svæðisbundnum klösum sem taka þátt í hinum ýmsu atvinnugreinum, rannsóknastofnunum og sveitarfélögum. Vetnisvettvangar í hverju landi fyrir sig – Norsk Hydrogenforum í Noregi, Hydrogen Sweden í Svíþjóð, Icelandic New Energy á Íslandi, Brintbranchen í Danmörku og VTT í Finnlandi – eru verkefnisstjórar NHP.

Samstarfið miðar að því að viðhalda góðu samtali við bíla-, vörubíla- og rútuframleiðendur sem og stjórnmálamenn til að tryggja áframhaldandi útvíkkun og styrkingu norrænna vetnisinnviða. Frekari upplýsingar um samtökin og verkefni þess má finna á vefsíðu NHP.