Íslensk NýOrka stóð fyrir ferð til að heimsækja norsk bátafyrirtæki sem eru að vinna með rafmagn, hybrid og vetnistækni dagana 21-24 október síðastliðinn.
Meðal annars var farið að heimsækja Moen Marin sem eru afar framarlega í rafvæðingu og eru nú einnig að setja vetni um borð í fiskeldisþjónustubát. Oslóarhöfn var einnig heimsótt og þar kynnt hvernig þeir sjá fyrirsér að taka á móti og verða þátttakendur í orkuskiptum fyrir skip.
Að auki komu þar Enova (orkuskiptasjóður Noregs), DNV, Norsk Electrokemisk Komité o.fl. og héldu fyrirlestra fyrir íslenska hópinn. Að lokum var farið í siglingu og kynningu um borð í Briesen, sem norks-íslenska félagið Brim Explorer gerir út.
Ljóst er að það eru miklar framfarir í orkuskiptum í þessum smærri bátum og umtalsverð tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.
Ef einhver hefur áhuga á frekari upplýsingum frá slíkri ferð verið þá endilega í sambandi við okkur.