
Nýjustu niðurstöður RECET verkefnisins aðgengilegar!
Við hjá Íslenskri NýOrku erum spennt að tilkynna að nýjasta fréttabréf RECET verkefnisins er nú komið út!
https://www.recetproject.eu/s/RECET-Newsletter-2-edition.pdf
RECET er samstarfsverkefni fimm landa og fjölda sveitarfélaga víðs vegar um Evrópu, með Ísland í fararbroddi. Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaga og atvinnulífs til að takast á við orkuskipti og móta markvissar orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. RECET er styrkt af LIFE-styrktaráætlun Evrópusambandsins, sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál.
Þetta fréttabréf tekur saman reynslu og nýjustu niðurstöður frá öllum fimm svæðunum sem taka þátt í verkefninu: Menorca á Spáni, Slóveníu, Svíþjóð, Norðausturlandi og Vestfjörðum.
Í fréttabréfinu er að finna áhugaverðar uppgötvanir og reynslusögur um hvernig dreifbýlissvæði eru að takast á við umbreytinguna í átt að hreinni orku.
Lestu fréttabréfið hér á vefnum okkar og heimsæktu verkefnavef RECET – og endilega deildu því áfram ef þú þekkir aðra sem hafa áhuga á þessum málum!
https://www.recetproject.eu/recetnewsletter-2
Hefur þú áhuga á aðferðafræðinni okkar eða vilt vita meira?
Hafðu samband við okkur – við hlökkum til að heyra frá þér.
