Don Quichote verkefnið (Demonstration Of New QUalitative Innovative Concept of Hydrogen Out of wind Turbin Electricity), var unnið frá 2012 til 2018. Markmið þess var að sýna fram á að notkun græns vetnis til orkugeymslu væri raunveruleg og raunhæf lausn, bæði tæknilega séð og fjárhagslega. Verkefnið tengdi saman nýtingu orkugjafa á borð við vind- og sólarorku til framleiðslu á grænni raforku til samgangna. Að verkefninu komu WaterstofNet, TÜV Rheinland, thinkstep, Hydrogenics, Colruyt Group, FAST – the Italian Federation of Scientific and Technical Associations, og Íslensk Nýorka.
Hér má finna vefsíðu verkefnisins.