NordicH2ubs verkefnið miðar að því að greina þarfir og áskoranir við að móta og efla svokallaða vetnisdali (e. hydrogen valleys) fram til 2030 og 2040.
Verkefnið er styrkt af Nordic Hydrogen Valleys as Energy Hubs áætlun Nordic Energy Research og er til þriggja ára, 2023-2026. Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur, og Svíþjóð eru þátttakendur í NordicH2ubs.
NordicH2ubs tengir saman ólík rannsóknarsjónarmið en tekur einnig til margra atvinnugreina svo sem orkufreks iðnaðar, sjóflutninga, þungaflutninga orkuframleiðslu og – nýtingu. NordicH2ubs mun auka skilning á því hvernig tryggja megi þverfaglega tengingu milli norrænna vetniskjarna á næstu áratugum.
Fylgjast má með framgangi verkefnisins á vefsíðu þess NordicH2ubs.com.