Veljið úr verkefnaheitum hér fyrir neðan það verkefni sem vekur forvitni. Tigangurinn er ætíð sá sami: að fylgja úr hlaði nýrri tækni og sjá hvernig hún hentar við íslenskar aðstæður, sem og að prófa áfyllingarbúnað.
Til eru ýmsar tæknilausnir sem geta hentað til að koma í veg fyrir mengun og umhverfisvanda Gert er ráð fyrir að fólk taki fegins hendi á móti slíkri tækni, en samt verður lítið úr framkvæmdum og skaðinn í umhverfinu hleðst upp. Í verkefninu Create Acceptance er skoðað hvernig menning og hagsmunahópar í hverju tilfelli bregðast við vistvænum nýjungum. Verkefninu er ætlað að móta aðferðir við að auðvelda samskipti við almenning, einkum þá er hagsmuna eiga að gæta á þeim vettvangi sem nýjungar koma fram. SMART-H2 verkefnið hefur verið eitt þeirra verkefna sem voru notuð til að prófa aðferðirnar jafnóðum, en þeim er safnað saman undir heitinu ESTEEM.
Nú er verkefninu Create acceptance lokið. Sett hefur verið upp á netinu vefgátt sem getur leitt verkefnisstjóra eða ráðgjafa þeirra í gegn um heppilegar aðferðir til að sinna hagsmunaaðilum og nágrönnum sem tengjast þeim. Aðferðin er mótuð af reynslu frá fjölmörgum löndum og er fólgið helst í því að undirbúa jarðveg fyrir nýja tækni eða starfsemi sem ekki er augljóst hvernig muni snerta almenning. Aðferðin byggir á samráði og hvernig hægt er að takast á við hagsmunaárekstra, greina frá verkefni, velja samstarfsaðila og semja fram að ásættanlegri lausn. Aðferðin hentar helst með mati á umhverfisáhrifum ef starfsemin krefst þess en hentar einnig fyrir minni verkefni. Þar sem almenningi er leyft að fylgjast með og er til samráðs um það hvernig stýra þeim breytingum sem ef til vill fylgja í kjölfarið.
Innan Íslenskrar NýOrku var SMART-H2 verkefnið notað sem tilraunaverkefnum í þessu efni og hefur tvívegis verið haldinn vinnustofa með ýmsum aðilum þjóðfélgasins. Sú fyrri var haldin í maí 2007 og sú síðari í Janúar 2008. Yfilit um niðurstöður úr fyrri umræðunni eru hlekkjaðar við heitið. Aðalatriðin voru þau að fólk virtist ekki gera greinarmun á verkefnum Íslenskrar NýOrku annars vegar (sem eru í eigu ýmissa fyrirtækja) og stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar, sem á aðeins lítið brot í fyrirtækinu.
Á síðari vinnustofuna var boðið 45 gestum og mættu um 20 manns. Þar voru ræddar allar þær eldsneytisgerðir sem boðsgestum fannst við hæfi að prófa og rannsaka við íslenskar aðstæður. Stúdnetar eru að vinna upp úr gögnunum sem var safnað við þetta tækifæri en umræður voru málefnaefnar og fjörugar, menn sýndu mikinn áhuga og breidd í hugmyndum var talsverð. Nðurstöður verða nýttar til að móta framtíðarsýn sem síðan verður unnið upp úr í afmörkuðum stúdentaverkefnum við Háskóla Íslands, enda stóð stofnun Sæmundar fróða fyrir vinnustofufundinum.
ECTOS
Evrópusambandsverkefnið ECTOS (Ecological City TranspOrt System) er tilraunaakstur með vistvænar borgarsamgöngur. Íslenskri NýOrku var veittur rausnarlegur styrkur (700 milljónir króna) til að prófa vetnisvagna í almennri umferð í Reykjavik og fyrsta vetnisstöðin var reist til að vinna vetni úr vatni fyrir vagnana. Gagnasöfnun fór fram í vögnunum, á stöðinni og í þjóðfélaginu almennt á meðan tilrauninni stóð. Nú er hægt að nálgast allar skýrslur verkefnisins hér ! Þær eru á ensku, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verkefninu lauk í ágúst 2005 og tókst framúrskarandi vel. Fyrirtækið, starfmenn í samstarfsfyrirtækjunum og erlendir samstarfsaðilar lærðu mikið um búnaðinn og hvað má lagfæra til að reka vetniskerfi i samgöngum. Enn verður haldið áfram að keyra vagnana til ársloka 2006 innan annars verkefnisramma sem nefnist Hy-FLEET:CUTE og er einnig evrópusamstarfsverkefni.
ECTOS-verkefninu lauk árið 2005 og er allt efni því tengt komið út. Sökum þess að um sam-evrópskt verkefni var að ræða er allt efnið á ensku. Þó var gefinn út stuttur kynningarbæklingur um verkefnið á íslensku, og má nálgast hann hér.
Fréttabréfin voru gefin út með reglulegu millibili meðan á verkefninu stóð.
ECTOS fréttabréf 1
ECTOS fréttabréf 2
ECTOS fréttabréf 3
ECTOS fréttabréf 4
Fréttabréf Íslenskrar NýOrku 2007
Skýrslur:
Allar skýrslur ECTOS verkefnisins eru komnar út. Sú skýrsla sem er eiginlega útdráttur úr flestum hinna er númer 17, en hver skýrsla um sig fjallar um tiltekinn þátt verkefnanna. í stað skýrslu no 14 um nýtni vagananna bjóðum við lesendum ítarlegri skýrslu sem fer nákvæmlega í það hvernig vagnarnir notuðu orkuna sem fólgin er í vetninu. Þetta er grein sem birtist í International Journal of Hydrogen Energy.
Efni skýrslanna er sem hér segir:
- 1&2&3 Gagnasöfnun og rannsóknaraðferðir
- 4 Kynningaráætlun
- 5 Vetnisstöðin
- 6 Viðhaldsstöð vagnanna
- 7 Umhverfisskýrsla I
- 8 Framvinduskýrsla 2003
- 9 Stöðin á Grjóthálsi 8, 110 R – sjá fréttabréf með útskýringum
- 10 Vetnisvagnarnir 3 í umferð 2003 – 2006
- 11 Tækni vetnisvagnanna
- 12 Móttökur almennings
- 13 Nýting niðurstaðna annars staðar í heiminum
- 14 Um orkunýtnina
- 15 Kostnaður búnaðar
- 16 Umhverfisáhrif og lífsferilgreining á vetnistækjum
- 17 Mat á áhrifum verkefnisins
- 18 Loka tækniskýrsla
- 19 Lokaskýrsla ECTOS
- 20 Handbók til að bera saman strætisvagna
El-Mobility
Markmið El-Mobility verkefnisins var að meta og prófa rafgeymabíla í mismunandi umhverfisaðstæðum á Norður Atlantshafssvæðinu með því að prófa mismunandi tegundir rafgeymabíla í Grænlandi, Færeyjum og á Íslandi.
Meðfram því að athuga nýtni og drægni bílanna á þessum þremur eyjum var einnig viðhorf almennings kannað, auk þess að athuga mögulega markaðshlutdeild farartækjanna og athuga möguleika rafmagnsdreifikerfisins.
Lokaskýrsla verkefnisins kom út 2012 og hana má finna hér.
Encouraged
Þetta verkefni snýst annarsvegar um að kortleggja framtíðar orkuleiðir til Evrópu frá nágrannalöndum og hinsvegar um endurnýjanlega orku. Þetta verkefni er framhald af Euro-Hyport verkefninu og er aðal markmið þess að skoða jarðgas sem aðal orkulind fram til ársins 2030, en eftir það er stefnt að því að skoða vetni enn frekar.
Verkefnið kláraðist 2006. Frekari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna hér.
Endurnýjanleg orka er ekki mikið nýtt á meginlandi Evrópu. Vind- og sólarorku virkjanir eru í stöðugri framþróun og í framtíðinni geta þessar tvær orkulindir mjög auðveldlega séð Evrópu fyrir mun meiri orku en þær gera núna. Það eru staðir í Evrópu sem hafa mikla möguleika á að framleiða hreina endurnýjanlega orku, til dæmis eru lönd eins og Noregur og Svíþjóð sem fá stóran hluta af sinni orku frá endurnýjanlegum orkulindum. Ísland, þar sem öll orkan kemur frá endurnýjanlegum orkulindum ( vatnsfalls- og jarðvarmavirkjunum), hefur þó aðeins nýtt um það bil 14% af orkuuppsprettum sínum.
Vetni sem framleitt er með endurnýjanlegri orku er því ekki tiltækt í stórum skömmtum fyrir markaðinn í Evrópu. Með auknum áhuga á að nota vetni á farartæki og önnur viðfangsefni verður nýr markaður til fyrir vetni. Vetni hefur aðallega verið framleitt með rafgreiningu vatns eða úr jarðgasi. Framleiðsla vetnis úr jarðgasi er losar þó nokkuð magn af skaðlegum efnum út í andrúmsloftið. Aftur á móti er súrefni eina efnið sem losnar við rafgreiningu vatns, svo lengi sem rafmagnið kemur frá endurnýjanlegum orkulindum (CO2 laus framleiðsla vetnis). Á Íslandi er vetni framleitt með þessum hætti og í þessu verkefni verður hagkvæmni útflutnings vetnis frá Íslandi kannaður.
Markmið EURO-HYPORT
Markmið EURO-HYPORT verkefnisins var að rannsaka hagkvæmni þess að flytja út vetni frá Íslandi til meginlands Evrópu. Það eru nokkur aðalatriði sem þarf að kanna fyrir slíka hagkvæmni:
1. Vetnisvinnsla
· Þessi hluti felur í sér vinnsluaðferðir á Íslandi (gjöld, útblástur og aðrir þættir), form vetnis (fljótandi, gas ofl.) og hagkvæmni vetnisvinnslunnar.
2. Flutningur vetnis
· Flutningskostnaður og aðferðafræði tengd því mun vera háð formi (fljótandi, gasform ofl.) og magni vetnisins. Mismunandi tankar verða skoðaðir og sjóreglugerðir (staðlar/kóðar) í gegnum European Integrated Hydrogen Phase II (EIHPII), einnig verður þekking notuð frá ISO-technical commitee 197 sem er að skoða vetni og vetnisþætti.
· Þessi þáttur mun einnig skoða möguleika á pípu frá Íslandi til meginlands Evrópu sem myndi flytja vetni á gasformi eða/og særafstreng sem myndi veita meginlandi Evrópu endurnýjanlega raforku sem væri hægt að nota til að vinna vetni.
3. Viðtakandinn
· Markaðs möguleikar og notendur vetnisins verða skoðaðir í rannsókninni, þar er með talið kostnaður dreifingar. Einnig verður gróft mat gefið til að skýra hver muni græða á minnkun CO2 í andrúmsloftinu, þ.e. neytendur, þeir aðillar sem vinna vetnið, framleiðendur tækja sem ganga fyrir vetni, o.s.frv.
4. Kostnaður kynningar vetnisins
· Í sambandi við kynningu vetnis í nútíma þjóðfélagi verður m.a. Ísland notað til rannsóknar. Það verður góð vísbending um hvað er hægt að áætla um kostnað/ávinning fyrir nýjan þátt í efnahagslífinum þ.e. að skipta frá jarðefnaeldsneyti yfir í vetni. Mismunandi aðstæður verða athugaðar; vetni á fljótandi formi og á formi gas. Þessir tveir þættir eru líklegir til að ná árangri í náinni framtíð. Þetta inniheldur allt flutningskerfið, þar á meðal sjóviðföng (fiskibátar, ferjur ofl.).
5. Kynning fyrir almenning
· Kynning fyrir almenning á vetnistækninni hefur ekki verið nógu mikil til þessa og er því stefnt að því að kynning vetnisframtíðar muni verða nútímavædd. Geisladiskur (3D-cdrom) verður gefinn út sem sýnir myndrænt hringrás vatns, vinnslu vetnis, dreifing og notkun vetnis (diskurinn verður talsettur á öllum helstu evrópskum tungumálunum). Á disknum verður einnig skýrt frá muninum á útblæstri vetnis og jarðefnaeldsneyti. Diskurinn verður síðan settur á vefsíður samstarfsaðila verkefnisins og á Cordis (vefsíðu framkvæmdarstjórnar EB)
Það sem kemur út úr verkefninu verður rannsókn á “Hagkvæmni í útflutningi vetnis frá Íslandi til meginlands Evrópu og kostnaðinn við að kynna vetni í nútíma samfélagi”. Þrír skalar munu verða notaðir til að mæla hagnýtni útflutnings:
1. Lítill skali: < 2.000 tonn af vetni árlega
2. Miðlungs skali: 2.000 tonn af vetni árlega
3. Stór skali: > 2.000 tonn af vetni árlega
Verkefnið er stórt evrópusamstarfsverkefni og verður notað til að meta sjónarhorn á öllu ferlinu, þ.e. að fara frá því að nota jarðefnaeldsneyti til að knýja farartækin yfir í að nota vetni sem orkugjafa. Niðurstöðurnar verða dýrmætar fyrir meginland Evrópu þar sem þær munu koma af stað umræðu um að nota endurnýjanlega orku til að knýja faratæki í framtíðinni og skref í áttina að ná markmiði Kyoto-bókunarinnar og að minnka útblástur Evrópu.
Handbók fyrir vottun vetnisstöðva
Íslensk NýOrka var einn af 26 þátttakendum í þessu verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Markmið verkefnisins var að búa til „handbók fyrir vottun vetnisstöðva“ sem á að vera notaður til að votta áfyllingastöðvar í Evrópu en handbókin er hugsuð fyrir rekstraraðila vetnisáfyllingastöðva og bæjaryfirvöld.
Fyrir frekari upplýsingar um verkefnið bendum við á heimasíðu verkefnisins: www.hyapproval.org
HyFLEET:CUTE
ECTOS-verkefninu lauk í ágúst 2005, en vetnisvagnarnir halda áfram í umferð undir merkjum HyFLEET:CUTE. Samskonar vagnar verða í notkun í nokkrum borgum Evrópu á sama tíma. Stærsti flotinn verður í notkun í Hamborg, en aðrir þátttakendur eru Amsterdam, Stokkhólmur, Stuttgart, Porto, Barcelona, London, Madrid og Luxemburg, auk Perth í Ástralíu og Peking í Kína.
Markmið með tilraunaakstrinum er að reyna frekar á þolmörk efnarafalanna og fylgjast með frammistöðunni, samræma kannanir og kynningar á öllum þessum stöðum og láta reyna meira á vetnisframleiðsluna. Á meðan ECTOS verkefninu stóð á árunum 2003-2005 kom í ljós að hægt er að stilla kerfi vagnanna og stöðvarinnar þannig að orkunýtnin verði betri. Þetta gerist einkum ef vagnarinr eru í langkeyrslu og ef stöðin er rekin jafnt á hárri afkastagetu án þess að stöðva framleiðsluna vikulega. Reynslan sem fæst í verkefninu verður nýtt við þróun næstu kynslóðar vetnisvagna í Þýskalandi. Verkefnið hófst í ársbyrjun 2006 og stendur í eitt ár. Vefsíða þess er www.global-hydrogen-bus-platform.com.
HySociety
Íslensk NýOrka tók þátt í verkefninu HySociety sem undirverktaki, sem kláraðist í desember 2004. Markmið HySociety var að skoða vetnis verkefni og önnur slík viðfangsefni sem hafa verið framkvæmd í Evrópu, einnig voru félagslegir-, tæknilegir- og hagfræðilegirþröskuldar athugaðir sem standa í vegi fyrir því að nota vetni sem orkugjafa um alla Evrópu. Stjórnun verkefnisins var í höndum Institute Superior Technologio í Lissabon, Portúgal. Verkefnið er talið vera eitt stærsta innlegg í vetnisvegvísinn Evrópu.
Sem fyrr er íslensk NýOrka trú stefnu sinni um að kanna hve vel nýtæknibílar henta við íslenskar aðstæður og notkun rafmangdreifikerfis til að vinna til orkubera og hlaða farartækja.
Frá 2003 hefur Íslensk NýOrka staðið að prófun fjölda rafbíla sem ýmist nota aðeins rafgeyma eða mynda rafmagn um borð úr vetni. Uppsöfnuð þekking og reynsla hefur skilað sér í góðri kynningu og tengslum við alþjóðleg rannsókna- og tilraunaverkefni, sem ýmist eru styrkt af norrænum eða evrópskum áætlunum enda hafa 92% af umsóknum fyrirtækisins í erlenda samkeppnissjóði verið samþykktar. Þekking á raftækni í samgöngum er orðin einstök enda unnin í samvinnu við háskóla og fyrirtæki hér á landi og framleiðendur erlendis. Byggt er á skráningu gagna úr fjölda bíla með ýmsar tækniútfærslur, viðmótskönnunum, viðtölum við ökumenn, áætlangerðum, úttektum, mælingum og viðhaldi í tímans rás.
Íslensk NýOrka tekur þátt í verkefni sem fór af stað í mars 2011 (INTELECT) innan ramma norrænna orkurannsókna (NER „Electric Transport“) sem var styrkt um 20 milljónir króna. Markmið þess er að skrá hvernig hið opinbera á öllum Norðurlöndum styður við visthæfar samgöngur, einkum þær sem ganga fyrir rafmagni. Meðal annars verður hlutverk Orkuseturs á Akureyri að setja upp samnorræna reiknivél á netinu um opinberar ívilnanir sem stuðla að aukinni notkun á visthæfum bílum.
Síðustu misseri hafa norræn fyrirtæki safnað saman upplýsingum um ívilnanir fyrir visthæf ökutæki í sínum heimalöndum sem hluti af norræna verkefninu INTELECT.
Verkefnið fór af stað í mars 2011 og er innan ramma norrænna orkurannsókna (NER – Electric Transport).
Meginmarkmið verkefnisins er að styðja við innleiðingu visthæfra ökutækja – þó aðal áherslan sé á rafsamgöngur. Lokaskýrslan er tól fyrir þá sem vinna á þessu sviði og fyrir bílaframleiðendur til að sýna fram á þau áhrif sem ívilnanir hafa á norrænum markaði.
Skýrslan er auk þess hugsuð fyrir ríkis- og sveitastjórnir landanna en skýrslan gefur gott yfirlit yfir þær ívilnanir sem eru til staðar á Norðurlöndunum og hvaða áhrif þær hafa á kostnað v
Ein aðal áhersla verkefnisins var að búa til reiknivélar til að skilja áhrif ívilna á rekstrar- og eignarhaldskostnað bifreiða. Hægt er að nálgast reiknivélarnar hér fyrir neðan og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga að kynna sér málið og dreifa til annarra áhugasamra.ið kaup og rekstur bifreiða.
Aðstandendur verkefnisins vona að niðustöður þess muni hvetja til frekari notkunar á visthæfum ökutækjum og að upplýsingarnar sem þar eru að finna gætu jafnvel nýst til stefnumótunar í þessum málefnum.
Millistykkið var styrkt af Orkusjóði og var eins árs verkefni með það að markmiði að hvetja til aukinnar notkunnar vélahitara fyrir almenna bíla með því að auka aðgengi bíla að rafmagnsinnstungum. Ljóst er að í nánustu framtíð munu allir eða flestir bílar verða tengdir við rafmagn. Ljóst er einnig að Íslendingar eru mjög aftarlega á merinni í nýtingu vélahitara og með því að kynna mun betur fyrir almenningi og sérstaklega fyrirtækjum ávinning þess að nota vélarhitara gæti jafnvel gert innleiðingu tengiltvinn- og rafbíla orðið mun einfaldari þar sem notendur myndu venjast því að stinga bílnum í samband.
Verkefnið er framhald evrópusamstarfsverkefna í 4. og 5. rammaáætlun ESB sem nefndust Extern-E. Öll verkefnin fjalla um verðlagningu á orku í samræmi við vinnslu og flutningskostnað að meðteknum úthrifum (þ.e. umhverfis og heilsufarskostnaði).
NEEDS fjallar fyrst og fremst um endurnýjanlega og umhverfisvæna orkugjafa og miðar að því að bera saman kostnað við nýtingu þeirra. Fyrsti hluti NEEDS er tileinkaður lífsferilgreiningu á mismunandi orkutækni og er þá sólarorka, vindur, sjávarorka og jarðhiti ásamt olíu, kolum og kjarnorku tekinn með í myndina. Tekin er saman efnis- og orkunotkun við tiltekna tækni á byggingarstigi, á notkunartíma og eftir urðun tækjanna eða endurnýtingu. Síðan er spáð fyrir um þróun tækninnar og áætlaður umhverfiskostnaður þeirra breytinga fram til ársins 2050. Byggingarkostnaður og rekstrarkostnaður er síðan færður til bókar og þannig fæst samanburðarhæft mat á raunkostnaði þeirrar orkutækni sem fyrirsjáanlegt er að hægt verði að velja úr á hverjum stað, miðað við aðstæður í hverju héraði. Innan NEEDS eru einnig vinnuhlutar sem taka til skoðunar hvaða umhverfisáhrif er vert að verðmeta og þá þær aðferðir sem hægt er að beita.
Íslensk NýOrka sinnir þeim hluta er lýtur að notkun vetnis sem yrði unnið með rafgreiningu og síðar háhitarafgreiningu undir þrýstingi og nýtingu jarðvarma til þess.
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á www.needs-project.org.
New-H Ship er 15 mánaða verkefni, sem byrjaði í febrúar 2004, er stuðningsverkefni (SSA) til að tryggja áframhaldandi vinnu í verkefnum sem eru styrkt af framkvæmdarstjórn evrópubandalagsins og varða notkun vetnis sem orkugjafa fyrir sjóviðföng. Grunnurinn að verkefninu eru niðurstöður verkefna eins og FC-SHIP (kláraðist í Júní 2004) og EURO-HYPOR (kláraðist í Júlí 2003). New-H-Ship mun brúa bilið á þessum grundvelli og hjálpa til við að koma af stað nýju evrópusamstarfsverkefni.
Innleiðing efnarafala og vetnis um borð í skipum er ný tækni í algjörlega nýju umhverfi, þ.e. umhverfi sem er blautt og salt en þetta eru aðstæður sem eru almennt erfiðar fyrir raftæki. Markmið verkefnisins er að finna tæknilegar hindranir sem tengjast skipskröfum og vetnistækni í sjóferðum.
Aðal markmið
Finna tæknilegar hindranir fyrir efnarafala og vetni um borð í skipum
Kortlagning þess að hafa skip vetnisdrifin og að koma með tilmæli um frekari þróunarrannsóknir
Verkefnið mun varpa ljósi á evrópustarf sem styðja vetniskerfið og efnarafalana í sjóferðaviðfangsefnum og vinsa úr væntanlega samstarfsfélaga
Áhugi eykst sífellt á að auka nýtingu á vistvænu eldsneyti. Áherslur hafa helst verið á hefðbundna bíla en áhugi eykst einnig í öðrum þáttum samgangna, í þessu tilfelli vöruflutningar og fleira. Komið hefur verið á fót norrænu netverki til að auka samstarf á þessu sviði. Íslensk NýOrka er þátttakandi í upphafsskrefum verkefnisins og er markmið þess að tengja saman mismunandi aðila sem starfa í þessum geira, auka samstarf og skapa ný tækifæri til verkefnasamstarfs.
Eins og kemur fram á vefsíðu verkefnisin www.NoSlone.com þá er helsti fókus NýOrku tengd báta og skipaverkefnum. NoSlone er að taka sín fyrstu skref en NýOrka hefur nú þegar myndað tengsl við allmörg fyrirtæki sem vinna að nýtingu rafmagns (rafgeymar eða efnarafalar) en einnig er áhugi fyrir að koma upp tengslum við aðila sem stefna að því að nýta annað vistvænt eldsneyti, t.d. lífdísel, o.s.frv.
Frekari upplýsinar veitir Jón Björn Skúlason, skulason@newenergy.is
Prepare -H2 verkefnið er styrkt af rannsóknasjóðum evrópusambandsins, þeim hluta sem helgaður er vetni í samstarfi framleiðenda við rannsóknageirann. Þessi samvinnuvettvangur er skammstafaður JTI HFC (Joint technological Initiative on Hydrogen and Fuel Cells). Smám saman er verið að þoka vetnistækninni af tilraunastiginu og fleyta faratækjunum út til almennra notenda. Þó stefnir þessi sjóður á að fylgja eftir nokkrum stórum leiðandi tilraunaverkefnum, innan ákveðinna geira eins og notkun á sjó eða til að dempa framleiðslu í orkuvinnslu óstöðugra orkuvera (t.d. milli samtengdra vindmylla) og fleiru í þeim dúr. En Prapare H2 stefnir að því að gera úttekt á þeirri reynslu sem 5 tilraunahópar hafa fengið út úr því að reka ýmis vetniskerfi, fá álit starfsmanna og notenda á því hvað mætti betur fara. Niðurstöðunum verður skilað til samstarfsvettvangsins.
Vinna Íslenskrar NýOrku var fólgin í verkefnisstjórnun ( María Maack) yfirsýn á þær viðhorfskannanir sem gerðar hafa verið meðal þeirra sem notað hafa vetnistækni, yfirlit um þróun kostnaðar í samanburði við aðra samgöngutækni og eldsneyti og lista af góðum ráðum í verkefnisstjórn eins miðað við hvernig hefur gengið að reka ýmsa vetnisstarfsemi fram að þessu.
Verkefnisfélagar Nýorku eru: Vetnissamtökin í Danmörku, SINTEF í Noregi, ENEA á Ítalíu og Tækniháskólinn í Berlín.
Skýrslur verkefnisins má finna hér:
Deliverable 1 & 3 – Social studies in context with hydrogen deployment: Analysis, quality, gaps and recommendations.
Deliverable 2 & 4 – Economic aspects related to introduction of Hydrogen as transportation fuel.
Deliverable 5 – Practicalities of running hydrogen fuel chains: Recommendations for hydrogen projects based on interviews with experienced staff in this fuel service. Emphasis on Project design, administration and financial issues.
Prepar-H2 poster – with highlights from the recommendations.
Prepar-H2 presentation – a presentation from Jón Björn Skúlason that was held on the 22nd of November 2011 as a part of the Joint Undertaking (FCH JU) stakeholders General Assembly in Brussels
Um miðjan júlí 2010 var auglýst eftir þátttakendum í tilraunaverkefnið ‘Rafbílar fyrir almenning’. Yfir hundrað og þrjátíu umsóknir bárust, auk þess sem fjöldi fólks og fyrirtækja hringdi vegna mikils áhuga á málefninu. Farið var í gegnum umsóknir, þær metnar og að lokum voru átta fjölskyldur valdar úr hópnum en verkefnið hafði það að markmiði að bjóða átta íslenskum fjölskyldum að leigja visthæfa bíla og safna gögnum um reynslu og viðtökum þeirra á tímabilinu.
Auk umhverfislegs ávinnings fylgdumst við hjá Íslenskri NýOrku náið með fjölskyldunum til að öðlast upplýsingar um notkunarmynstur slíkra bíla og orkunotkun í hefðbundinni notkun. Mikilvægustu upplýsingarnar eru þó að kanna væntingar fólks til slíkra bíla og hvort þeir uppfylli þarfir þátttakenda. Um er að ræða tilraunaverkefni nýtast upplýsingarnar sem þar safnast til undirbúnings á markaðssetningu rafbíla í framtíðinni.
Eitt af því sem kannað var er aðgengi fólks að orku. Varðandi vetni þarf að taka tillit til þess að aðeins ein eldsneytisstöð er í landinu, Skeljungsstöðin á Vesturlandsvegi. Varðandi rafgeymabílinn þurftu þátttakendur að huga að aðgengi að innstungum til að hlaða rafgeymana.
Verkefnið hefur til umráða 3 vetnisrafbíla af gerðinni Ford Focus og 2 rafgeymabíla af gerðinni Mitsubishi iMIEV og Th!nk.
Verkefnið er styrkt af Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar og Orkusjóði. En verkefnið er einnig styrkt af ferðaskrifstofunni Ísafold, Höldur – bílaleigu Akureyrar ásamt Heklu og NORA rannsóknasjóði.
Hér má nálgast lokaskýrslu verkefnisins.
Mitsubishi iMiEV – rafgeymabíll
Annar rafgeymabílanna sem nýttur var í verkefninu er Mitsubishi iMiEV rafgeymabíll. Bíllinn er raðsmíðaður, undanfari fjöldaframleiðslu, árgerð 2010. Rafgeymabíllinn er búinn nýjustu tækni, hefur lithium-ion rafhlöður og er skráður með 120 km sem hámarksvegalengd á fullri hleðslu. Bílarnir eru þungir og stöðugir en sprettharðir og allur búnaður ríkulegur.
Th!nk – rafgeymabíll
Hinn rafgeymabílinn sem nýttur var í verkefninu er rafgeymabíll að gerðinni Th!nk. Hugvitið er norskt en bíllinn er smíðaður í Finnlandi. Bíllinn er framhjóladrifinn og knúinn áfram með Natríum-nikkel-chloride rafgeymum (ZEBRA Z36). Þessir rafgeymar eru svokallaðir háhita-rafgeymar sem halda hitastigi kringum 260-350°C. Bíllinn er skráður með 160 km hámarksdrægi á sumrin en 90 km drægi á veturnar.
Ford Focus – vetnisrafbíll
Vetnisrafbílarnir sem verkefnið hefur til yfirráða er bíll af fyrstu kynslóð vetnisrafbíla, árgerð 2005. Bíllinn er vetnisrafbíll, sem notar svokallaðan efnarafal til að umbreyta vetni í rafmagn sem er síðan nýtt til að knýja bílinn áfram. Þar sem bílarnir eru af fyrstu kynslóð Ford efnarafalabíla eru barn síns tíma og nokkuð hráir í útliti. Þessa bíla þarf að geyma í skúr í frosti eða tengja við vélarhitara til að forðast skemmdir á búnaði.
Rekkevidde eða Raundrægni er verkefni sem Íslensk NýOrka tekur þátt í og er styrkt af norrænum orkurannsókna (NER „Electric Transport“). Það fékk úthlutað 38 milljónum króna. Lykilþátttakendur í því eru Nýsköpunarmiðstöð Finnlands (VTT) og „TestsiteSweden“ en þau sérhæfa sig hermilíkönum fyrir stóru bílaframleiðendurna og geta líkt eftir mismunandi akstursaðstæðum og veðurfari þannig að áhrif þeirra á íhluti með mismunandi driftækni komi fram og drægnin metin. Nú verða líkönin notuð við norrænar akstursaðstæður til að skoða rafbíla nánar og raunverulegt drægi þeirra. Niðurstöðurnar skipta miklu máli fyrir þá sem hyggjast nota bíla með nýja hreina dritftækni. Fyrstu notkunartilraunir á Íslandi sýna að veðurfar og akstursaðstæður sem og notkun aukabúnaðar hafa talsverð áhrif á það hversu langt er hægt að komast á hverri hleðslu. Fyrstu kynslóðir rafhleðslubíla hafa stutt drægi miðað við bensínbíla og getur það haft áhrif á ákvarðanatöku kaupenda í framtíðinni.
Aukin notkun vistvæns eldsneytis hefur verið ofarlega á baugi síðastliðna tvo áratugi. Þar spila stóran þátt sveiflur í heimsmarkaðsverði olíu, umhverfisáhrif jarðefnaeldsneytis en lögð hefur verið mikil áhersla á orkuskipti í samgöngum á landi. RENSEA verkefnið snýst hins vegar um að þróa vélbúnað fyrir litla og meðalstóra báta, sem knúinn er af vistvænum orkugjöfum.
RENSEA fór af stað 1. maí 2012 og er styrkt af NORA sjóðnum (Norrænt Atlantshafssamstarf). Verkefnið var þá skilgreint sem rannsóknarverkefni og markmið þess var að kanna fýsileika þess að nota rafmagn til að knýja báta af miðlungs stærð.
Ákveðið var að útbúa tvo báta með vélbúnað sem nýtti vistvænt eldsneyti. Annar báturinn, sem er í eigu Norðursiglingar á Húsavík, hafði verið notaður í ferðamannageiranum, þ.e. bátur ætlaður hvalaskoðun og sjóstangveiði. Hinn báturinn er seglskúta sem notuð er til upplýsinga og umhverfisathugana og er í eigu Bellona í Noregi. Langtímamarkmiðið er að nota saman gömlu víkinga segltæknina og nýju rafgeymatæknina, þar sem bátarnir verða með rafmótor og auk þess dísel ljósavél.
Hér má finna skýrslu um fyrri hluta RENSEA verkefnisins.
Annar hluti RENSEA hófst í janúar árið 2014 og er enn í vinnslu. Hannað var svokallað RPHP kerfi (e. regenerative plug-in hybrid electric propulsion) fyrir bátana. Virkni þess lýsir sér þannig að bremsunarorka frá skrúfu hleðst inn á rafgeymi þegar siglt er undan vindi með seglum, líkt og endurnýtanleg orka sem verður til við hemlun í bifreiðum.
Opal var vígður við hátíðlega athöfn á Húsavík í júlí 2015. Lokaskýrslu verkefnisins er að finna hér.
Þáttakendur eru eftirfarandi:
Norðursigling, verkefnisstjóri (Ísland)
Íslensk NýOrka (Ísland)
Samgöngustofa (Ísland)
Lakeside Excursions (Færeyjar)
Ge Tek, Þrándheimi (Noregur)
ANEL, Rogaland (Noregur)
Bellona (Oslo, Noregi)
Verkefnið hafði það markmið að fylgjast með, samræma og meta rannsóknir og tilraunaverkefni sem lúta að notkun vetnis sem orkubera. Tilgangurinn var að koma auga á nauðsynlegar aðgerðir til að stuðla að frekari upptöku vetnistækninnar í heiminum, og voru niðurstöðurnar nýttar í HyCom verkefnið sem styðja átti við þróun vetnissamfélaga.
Frekari upplýsingar fást á www.roads2hy.com.
SUGRE-verkefnið er hluti af 6. rammaáætlun ESB, og miðar að því að kynna og hvetja til notkunar á umhverfisvænum orkugjöfum fyrir farartæki, með sérstakri áherslu á stóra bílaflota (s.s. þjónustubifreiðar, almenningssamgöngur, o.s.frv.). Allir grænir orkuberar, t.d. vetni, metan og lífrænt eldsneyti, og allar tegundir véla (sprengihreyflar, rafalar, tvinnvélar o.fl) eru til skoðunar innan verkefnisins. Vinnan felur m.a. í sér viðhorfskannanir, þróun á kynningar- og fræðsluefni og ráðgjöf til rekstraraðila um val á bílum.
Íslensk NýOrka og SUGRE verkefnið gáfu út bækling sem ber nafnið „Visthæfar samgöngur – Stefna og aðgerðir fyrirtækja“ sjá má bæklinginn hér
Hér fyrir neðan má svo sjá fréttabréf SUGRE verkefnisins (á ensku):
Íslensk NýOrka og Nýsköpunarmiðstöð Íslands stóðu að því að setja fram aðferðir sem hægt er að beita til að meta útlægan kostnað sem getu verið fólginn í óæskilegum umhverfisáhrifum frá jarðvarmaverum. Eingöngu var litið til umhverfiskostnaðar en ekki lagt mat á vermætli útlægra aukanytja eins og til dæmis betri aðgang að svæðum í kring um jarðvarmaver, menntagildið eða auðveldari aðgang að heitu vatni fyrir sumarbúsataðbyggð svo að vel þekkt dæmi séu nefnd.
Markmið verkefnisins er að skoða tæknilegt samstarf um vetnisnotkun í staðföstum efnarafli. Íslenskir þátttakendur eru Íslensk Nýorka, Iðnaðarráðunetið, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Exton. Markmið bandaríkjamannanna sem stofna til þessa samstarfs er að meta efnarafla sem varaafl fyrir mismunandi tilefni. Verkefnatíminn er eitt ár og er styrkt af sérdeildum innan Bandaríska hersins (Corps of Engineers og The Construction Engineering Research Laboratory (CERL)). Verkefnið er hannað til að auka þekkingu og skilning á vetnisröfölum, viðbragsðflýti og hve vel þeri standast álag í mismunandi aðstæðum. Til að láta þetta verkefni ganga upp þarf að líta á hluti eins og : ísetningar, þjónustu, viðhald, notkun og vörustjórnun vetnis. Hjalti Páll Ingólfsson er aðal tengiliður NýOrku.
Á þessu eins árs tímabili er takmarkið að setja í gang og stöðva efnarafallana yfir 400 sinnum, meta möguleika á að nota þá sem varaafl fyrir rafhlöður og koma í stað diesel rafla.
Verkefnið miðar að því að afla þekkingar á eiginleikum pípulagna og möguleikum á nýtingu þeirra til vetnisflutninga. Þetta verður gert með hefðbundinni heimildaleit á internetinu og í fræðiritum, auk þess sem tengslanet Íslenskrar NýOrku ehf. verður notað. Verkefnið felur einnig í sér myndun tengslanets milli íslenskra rannsókna- samfélagsins og þeirra pípulagnaframleiðenda sem fremst standa sem og þeirra sem slíkar lagnir leggja auk notenda. Þannig verður leitað að heppilegum samstarfsaðilum. Samspil framleiðslu og dreifingar á vetni er einn af lykilþáttum varðandi möguleika á að nýta vetni sem eldsneyti til framtíðar.