Skip to main content

Í gær, 15. maí, voru 23 ár frá stofnun Íslenskrar Nýorku! Af því tilefni viljum við deila þessari stórkostlegu mynd frá opnun fyrstu vetnisstöðvar heims, 23. apríl 2003, í Reykjavík. Á myndinni frá vinstri eru Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar Nýorku, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Guðjón Ólafur Jónsson, stjórnarformaður Strætó, og Þórólfur Árnason borgarstjóri.