Entries by Anna

Vefviðburður um orkuskipti fiskeldisbáta

Íslensk Nýorka, NORA og Blámi buðu til vefviðburðar um orkuskipti fiskeldisbáta 14. desember. Hér má nálgast kynningar fyrirlesaranna þriggja: Skráning fór fram hér.

Vefviðburður um orkuskipti á sjó á vegum HUGE verkefnisins

Orkuskipti á sjó og í haftengdri starfsemi hafa mikið verið í umræðunni undanfarin ár. Orkuskipti þessa geira er mikil áskorun á meðan orkuskipti í samgöngum á landi er í fullum gangi og rafvæðing fólksbíla komin vel á veg. Líklegt er að horfa þurfi til annarra orkugjafa en rafmagn fyrir stærri tæki á borð við flutningabíla […]

Alþjóðadagur vetnis 8. október!

Íslensk Nýorka heldur sérstaklega upp á þennan dag – þó svo allir dagar séu vetnisdagar! Til gamans deilum við þessari gömlu mynd en þá opnaði fyrsta vetnisstöðin hér á landi en hún var jafnframt fyrsta vetnisstöð heims sem opin var almenningi. Í dag eru 3 vetnisstöðvar á landinu.

Stjórnarfundur Nordic Hydrogen Partnership 2021

Íslensk Nýorka tók þátt í Power-to-X ráðstefnu Hydrogen Denmark þann 15. september samhliða því að mæta á árlegan stjórnarfund Nordic Hydrogen Partnership. Hvort tveggja fór fram í Kaupmannahöfn í vikunni. Ljóst er að hröð þróun í umræðu um vetni og rafeldsneyti hefur átt sér stað undanfarið ár og margföld aukning í fjölda vetnisverkefna í hinum […]

Veffundur 22. júní um orkuskipti trukka

Hydrogen Utilization & Green Energy (HUGE) verkefnið, sem styrkt er af INTERREG Northern Periphery and Arctic áætluninni býður til veffundar um orkuskipti trukka 22. júní næstkomandi 9:00-11:00. Viðburðurinn ber yfirskriftina Hydrogen trucks: An opportunity for heavy vehicles decarbonisation og fer fram á ensku. Fimm sérfræðingar, það á meðal frá Volvo Trucks og Hyzon Motors, munu […]

Tækifæri og áskoranir í loftslagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu

Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum.Markmiðið viðburðarins sem fer fram 5. maí næstkomandi er meðal annars að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.Þátttakendur úr atvinnulífinu verða: Jón Gestur Ólafsson, gæða,- […]

NýOrka hlýtur styrk úr Loftslagssjóði

Í lok mars var tilkynnt um úthlutun úr Loftslagssjóði 2021 og hlaut verkefni sem Íslensk NýOrka stýrir 10 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Skrokk- og kerfishönnun á fjölnota raftvíbytnu. Samstarfsaðilar að verkefninu eru Arctic Clean Invest ehf., Mannvit, Faxaflóahafnir og Orka náttúrunnar. Verkefnið miðar að því að forhanna raftvíbytnu og greina lykilnotkunarmöguleika hennar, með áherslu […]

,

Þarfagreining fyrir hleðsluinnviði fyrir rafmagns bílaleigubíla

Út er komin skýrsla sem Íslensk NýOrka, EFLA, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar unnu fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um rafvæðingu bílaleigubíla á Íslandi og nauðsynlega innviðauppbyggingu tengdri henni. Skýrslan inniheldur þarfa- og kostnaðargreiningu fyrir innviði ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll. Hér má sækja og lesa skýrsluna í heild sinni.

Veffundur 18. febrúar um notkun vetnis í afskekktum byggðum

Næstkomandi fimmtudag, 18. febrúar 2021, fer fram veffundur á vegum Hydrogen Triple Alliance. Yfirskrift fundarins verður How Can Renewables Sustain Resilient Communities? Utilising hydrogen to increase coastal sustainability. Dagskrá má finna hér fyrir neðan og skráning fer fram í gegnum hlekk.

Framkvæmdastjóri NýOrku ræddi orkuskipti í Speglinum

Arnar Páll Hauksson, þáttastjórnandi Spegilsins á RÚV, ræddi í gær við Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóra Íslenskrar NýOrku. Þeir fóru um víðan völl í málefnum er varða orkuskipti: fjölbreytt úrval rafbíla á markaði, noktun vetnis fyrir leigubíla og þungaflutninga og framtíð raforkukerfis Norðurlanda og Evrópu. Hér má hlýða á viðtalið.