Evrópusambandsverkefnið ECTOS (Ecological City TranspOrt System) er tilraunaakstur með vistvænar borgarsamgöngur. Íslenskri NýOrku var veittur rausnarlegur styrkur (700 milljónir króna) til að prófa vetnisvagna í almennri umferð í Reykjavik og fyrsta vetnisstöðin var reist til að vinna vetni úr vatni fyrir vagnana. Gagnasöfnun fór fram í vögnunum, á stöðinni og í þjóðfélaginu almennt á meðan tilrauninni stóð. Nú er hægt að nálgast allar skýrslur verkefnisins hér ! Þær eru á ensku, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verkefninu lauk í ágúst 2005 og tókst framúrskarandi vel. Fyrirtækið, starfmenn í samstarfsfyrirtækjunum og erlendir samstarfsaðilar lærðu mikið um búnaðinn og hvað má lagfæra til að reka vetniskerfi i samgöngum. Enn verður haldið áfram að keyra vagnana til ársloka 2006 innan annars verkefnisramma sem nefnist Hy-FLEET:CUTE og er einnig evrópusamstarfsverkefni.
ECTOS-verkefninu lauk árið 2005 og er allt efni því tengt komið út. Sökum þess að um sam-evrópskt verkefni var að ræða er allt efnið á ensku. Þó var gefinn út stuttur kynningarbæklingur um verkefnið á íslensku, og má nálgast hann hér.
Fréttabréfin voru gefin út með reglulegu millibili meðan á verkefninu stóð.
ECTOS fréttabréf 1
ECTOS fréttabréf 2
ECTOS fréttabréf 3
ECTOS fréttabréf 4
Fréttabréf Íslenskrar NýOrku 2007
Skýrslur:
Allar skýrslur ECTOS verkefnisins eru komnar út. Sú skýrsla sem er eiginlega útdráttur úr flestum hinna er númer 17, en hver skýrsla um sig fjallar um tiltekinn þátt verkefnanna. í stað skýrslu no 14 um nýtni vagananna bjóðum við lesendum ítarlegri skýrslu sem fer nákvæmlega í það hvernig vagnarnir notuðu orkuna sem fólgin er í vetninu. Þetta er grein sem birtist í International Journal of Hydrogen Energy.
Efni skýrslanna er sem hér segir:
- 1&2&3 Gagnasöfnun og rannsóknaraðferðir
- 4 Kynningaráætlun
- 5 Vetnisstöðin
- 6 Viðhaldsstöð vagnanna
- 7 Umhverfisskýrsla I
- 8 Framvinduskýrsla 2003
- 9 Stöðin á Grjóthálsi 8, 110 R – sjá fréttabréf með útskýringum
- 10 Vetnisvagnarnir 3 í umferð 2003 – 2006
- 11 Tækni vetnisvagnanna
- 12 Móttökur almennings
- 13 Nýting niðurstaðna annars staðar í heiminum
- 14 Um orkunýtnina
- 15 Kostnaður búnaðar
- 16 Umhverfisáhrif og lífsferilgreining á vetnistækjum
- 17 Mat á áhrifum verkefnisins
- 18 Loka tækniskýrsla
- 19 Lokaskýrsla ECTOS
- 20 Handbók til að bera saman strætisvagna