HyFLEET:CUTE

ECTOS-verkefninu lauk í ágúst 2005, en vetnisvagnarnir halda áfram í umferð undir merkjum HyFLEET:CUTE. Samskonar vagnar verða í notkun í nokkrum borgum Evrópu á sama tíma. Stærsti flotinn verður í notkun í Hamborg, en aðrir þátttakendur eru Amsterdam, Stokkhólmur, Stuttgart, Porto, Barcelona, London, Madrid og Luxemburg, auk Perth í Ástralíu og Peking í Kína.

Markmið með tilraunaakstrinum er að reyna frekar á þolmörk efnarafalanna og fylgjast með frammistöðunni, samræma kannanir og kynningar á öllum þessum stöðum og láta reyna meira á vetnisframleiðsluna. Á meðan ECTOS verkefninu stóð á árunum 2003-2005 kom í ljós að hægt er að stilla kerfi vagnanna og stöðvarinnar þannig að orkunýtnin verði betri. Þetta gerist einkum ef vagnarinr eru í langkeyrslu og ef stöðin er rekin jafnt á hárri afkastagetu án þess að stöðva framleiðsluna vikulega. Reynslan sem fæst í verkefninu verður nýtt við þróun næstu kynslóðar vetnisvagna í Þýskalandi. Verkefnið hófst í ársbyrjun 2006 og stendur í eitt ár. Vefsíða þess er www.global-hydrogen-bus-platform.com.