Skip to main content
[av_textblock size=“ font_color=“ color=“ av-medium-font-size=“ av-small-font-size=“ av-mini-font-size=“ av_uid=’av-jqrsbsd7′ admin_preview_bg=“]

Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum kynnt

Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum var kynnt á opnum fundi í  Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fimmtudaginn 24. janúar síðastliðinn.

Í áætluninni eru lagðar til fimm lykilaðgerðir sem eru eftirfarandi og bera uppi framkvæmd orkuskipta:

  1. Tryggt verði að allar hafnir bjóði raftengingar til smábáta og minni skipa, með rafmagnsnotkun á lágspennu, fyrir skip með aflþörf að 500 kW.
  2. Uppsetning tíðnibreyta til að tengja skip á 60 Hz tíðni.
  3. Háspennutengingar fyrir skip með aflþörf á bilinu 1-5 MW svo sem frystiskip, flutningaskip og minni skemmtiferðaskip.
  4. Háspennutengingar fyrir skip með aflþörf yfir 5 MW.
  5. Heitt vatn til kyndingar í skipum í höfn.

Þá eru til viðbótar ellefu tillögur um stuðningsaðgerðir stjórnvalda og möguleg frumkvæðisverkefni á vegum hins opinbera í tengslum við nýja Vestmannaeyjaferju, nýtt hafrannsóknaskip, háspennutengingu í Sundahöfn og á Seyðisfirði.

Skýrslu um orkuskipti í íslenskum höfnum er að finna hér og einnig einblöðung með samantekt skýrslunnar.

Sjá nánar í hlekk um Facebook viðburð, í umfjöllun á vef ráðuneytisins og í Samfélaginu á RÚV þar sem rætt var við skýrsluhöfunda.
[/av_textblock]