Alls mættu 120 gestir á sameiginlegan viðburð og styrkjamót Grænvangs, Rannís, Orkustofnunar og Festu miðstöðvar um sjálfbærni 23. mars síðastliðinn og 355 fylgdust með í streymi. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flutti opnunarávarp og Anna Margrét Kornelíusdóttir verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku var fundarstjóri. Fjölmargir innlendir og erlendir styrkjamöguleikar voru kynntir en einnig sögðu ýmsir aðilar frá reynslu sinni af umsóknarferlinu. Allar upplýsingar er að finna á vefsíðu kynningarfundarins og upptöku hér fyrir neðan.