Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka stóðu fyrir málstofu í Hofi og í streymi þann 21. febrúar 2024. Yfirskrift viðburðarins var Orkuskipti á Norðurlandi – hvað næst? Fjallað var um loftslagsbókhald Íslands, aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, og stöðu orkuskipta á Norðurlandi. Olíunotkun svæðisins var kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Málstofan var sú fyrsta í röð viðburða fyrir RECET verkefnið (Rural Europe towards the Clean Energy Transition) sem styrkt er af LIFE áætlun Evrópusambandsins.
Hægt er að horfa á upptöku frá viðburðinum hér.