Skip to main content

Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka standa fyrir málstofu í Hofi og í streymi þann 21. febrúar 2024. Yfirskrift viðburðarins er Orkuskipti á Norðurlandi – hvað næst? Fjallað verður um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins verður kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir. Þetta er fyrsta vinnustofa Eims og SSNE í röð viðburða fyrir RECET verkefnið (Rural Europe towards the Clean Energy Transition).

Viðburðurinn er opinn öllum en óskað er skráningar.

Sjá nánar um dagskrá og skráningu á vef Eims.