Hydrogen Utilization and Green Energy verkefni hafið
Verkefni sem ber heitið Hydrogen Utilization and Green Energy project, eða HUGE, var formlega hleypt af stokkunum í Galway á Írlandi nú í byrjun júlí. HUGE er þriggja ára verkefni sem styrkt verður um €1,4 milljónir af Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020. Markmið verkefnisins er að styrkja orkuöryggi afskekktra byggða með því að þróa verkfæri sem gera þessum samfélögum kleift að meta tækifæri í vetnistengdum og endurnýjanlegum orkugjöfum á Norðurslóðum. Íslensk NýOrka mun taka þátt í vinnupökkum sem varða viðskiptalíkön um vetnisnýtingu og útbreiðslu þekkingar á vetni og tengdri tækni til hagsmunaaðila. Við hlökkum sannarlega til næstu þriggja ára með frábærum hópi sérfræðinga í endurnýjanlegri orku frá Bretlandi, Færeyjum, Finnlandi, Írlandi, Skotlandi og Noregi.
Á vefsíðu og Twitter reikningi HUGE verkefnisins má fylgjast með framgangi þess og nýjustu fréttum.
[/av_textblock]