Skip to main content
[av_textblock size=“ font_color=“ color=“ av-medium-font-size=“ av-small-font-size=“ av-mini-font-size=“ av_uid=’av-jqrsbsd7′ admin_preview_bg=“]

Árangur og tímamót í Hydrogen Mobility Europe (H2ME) verkefni

 

Í liðinni viku kynnti Hydrogen Mobility Europe (H2ME) verkefnið nýjustu niðurstöður sínar og árangur sem náðst hefur frá upphafi þess árið 2015. Verkefnið, sem styrkt er af Evrópusambandinu, hefur komið 500 vetnisbílum í gagnið og vígt 30 nýjar vetnisstöðvar í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, á Norðurlöndum og öðrum löndum sem taka þátt í því. Bifreiðarnar hafa nú ekið meira en 8 milljón kílómetra, þar af 5 milljón þeirra á árinu 2018. Hlutverk Íslenskrar NýOrku í verkefninu snýr að því að halda utan um aðgerðir á Norðurlöndum og þess má geta að á Íslandi hafa þrjár H2ME vetnisstöðvar verið opnaðar, á Vesturlandsvegi og við Miklubraut í Reykjavík og við Fitjar í Reykjanesbæ.

Helstu niðurstöður H2ME verða kynntar á ráðstefnu sem ber yfirskriftina Hydrogen for Clean Transport og heldin verður í  Hamborg 25. október 2019.

Hér má lesa fréttatilkynningu verkefnisins.

Hér fá finna upplýsingar um ráðstefnuna og nú þegar er hægt að skrá sig.
[/av_textblock]