Skip to main content
[av_textblock size=“ font_color=“ color=“ av-medium-font-size=“ av-small-font-size=“ av-mini-font-size=“ av_uid=’av-jqrsbsd7′ admin_preview_bg=“]

Framtíð vetnis – Skýrsla Alþjóða orkumálastofnunarinnar IEA

Picture of The Future of Hydrogen

Mynd af vef IEA.

Í júní gaf Alþjóða orkumálastofnunin IEA út skýrslu um þróun vetnis til framtíðar. Var hún unnin að beiðni japanskra stjórnvalda sem nú sinna formennsku G20 ríkjanna. Rannsóknar vinnan á bakvið skýrsluna leiddi af sér víðtæka mat á stöðu vetni sem orkubera í dag, hvaða hlutverk það getur spilað í framtíð hreinnar og kolefnishlutlausri framtíð og ræðir næstu skref í átt að henni.

Helstu tækifæri til að styðja við upptöku og útbreiðslu vetnis fela í sér:

  • notkun helstu iðnaðarhafna heims sem miðstöðvar auka notkun græns vetnis
  • nýting núverandi innviða fyrir gas víða um heim fyrir flutning vetnis
  • auka notkun vetnis í flutningi, svo sem með trukkum, fólksflutningabifreiðum og öðrum ökutækjum sem aka langar vegalengdir
  • koma af stað alþjóðlegri flutningaleið á hafi fyrir vetni, líkt og gert hefur verið fyrir LNG

Þá er einnig mikilvægt að opinber stefna um nýtingu vetnis til langs tíma sé mörkuð og stutt sé við frumkvöðla sem kjósa vetnistengda tækni. Vert er að gefa sér tíma til að kynna sér þessa tímamótaskýrslu.

Útdrátt úr skýrslunni má lesa hér og skýrsluna í heild má finna á vefsíðu IEA.
[/av_textblock]