Íslensk NýOrka tekur að sér rekstur Hafsins – Öndvegisseturs

Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku, Edda Sif Pind Aradóttir stjórnarformaður Íslenskrar NýOrku, Sigríður Ragna Sverrisdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri Hafsins – Öndvegisseturs og Jón Ágúst Þorsteinsson stjórnarformaður Hafsins – Öndvegisseturs við undirritun samstarfssamningsins
Hafið – Öndvegissetur og Íslensk NýOrka hafa komist að samkomulagi um að Íslensk NýOrka taki að sér skrifstofurekstur Hafsins – Öndvegisseturs og verkefnastjórn fyrir Hafið – Öndvegissetur en það markmið félagsins er að skapa samstarfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, opinbera aðila og rannsóknarstofnanir til þróunar á tækni, löggjöf og hverju því sem stuðlar að verndun og sjálfbærri umgengni um hafið.
Samstarfssamningurinn var undirritaður í liðinni viku, af Jóni Ágústi Þorsteinssyni stjórnarformanni Hafsins – Öndvegisseturs og Eddu Sif Pind Aradóttur stjórnarformanni Íslenskrar NýOrku.
Sjá nánar í tilkynningu frá Hafinu – Öndvegissetri.
[/av_textblock]