
1.316 bílar af einstakri tegund frá rafbílafyrirtækinu Tesla hafa verið nýskráðir það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt á ruv.is.
Um er að ræða 38 ára gamalt met í nýskráningu á einstakri tegund bíla.
Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu átti Toyota Corolla fyrra Íslandsmet, þegar 1.204 bílar af þeirri tegund voru nýskráðir árið 1988. Þar á eftir kemur Toyota Yaris, þegar 1.202 bílar þeirrar tegundar voru nýskráðir árið 2006.