Vestfjarðastofa stendur fyrir fyrir málþinginu Af hverju orkuskipti? Loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga þann 8. febrúar 2024. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um ávinning og áskoranir sveitarfélaga vegna loftslagsáætlana og orkuskipta en þetta er fyrsta vinnustofa Vestfjarðastofu í röð viðburða fyrir RECET verkefnið (Rural Europe towards the Clean Energy Transition).
Boðið verður upp á áhugaverð erindi sem fjalla um loftslagsmál út frá mismunandi sjónarhornum, m.a. áskoranir sveitarfélaga og áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi.
Sjá nánar á vef Vestfjarðastofu.