Á undanförnum árum hefur Íslensk NýOrka tekið þátt í verkefnaröð sem styrkt er af Nordic Innovation og kallst Nextwave I-III. Markmið verkefnisins er að greina hindranir sem eru í vegi fyrir innleiðingu vistvænna trukka og annarra stærri tækja, skoða markaðsmál, leiða saman viðskiptavini og framleiðendur tækja ásamt því að fá innviðafyrirtæki að borðinu. Um er að ræða norrænt samstarf sem nær til allra Norðurlandanna. Fjöldi skýrslna hefur verið gerður og má finna þær allar hér. Þetta samstarf hefur meðal annars leitt til þess að fyrirtæki á Íslandi skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu um að hefja notkun á vetnisknúnum MAN trukkum.
Undir hatti verkefnisins var sýningin 2022 líka heimsótt en þessi sýning er haldinn á 2ja ára fresti. Hér að neðan er stutt útgáfa af „take aways“ frá sýningunni.
- Reglugerðir um losun sem lagðar hafa verið á trukkaframleiðendur eru afar krefjandi. Frá 2026 verður heildar framleiðsla trukka hvers framleiðenda að hafa minna kolefnisspor en áður. Heildarlosun flotans verður síðan að minnka á hverju ári. Sektir eru mjög háar ef markmið nást ekki.
- Í fyrirlestri frá Daimler kom fram að ekki er hægt að ná þessum markmiðum með sparneytnari díselvélum. Það verða því að koma til losunarfrír bílar. Ef 2030 markmið EB á að nást þurfa að koma á Evrópu markað ca. 350 þús batterístrukkar og 50-80 þús vetnistrukkar. Þeir fullyrða að þetta sé nánast ómögulegt. Ekki sé framleiðslugeta hjá trukkaframleiðendum til að ná þessu og að mjög flókið verði að byggja innviði upp sem mæta þessari þörf.
- Stórlega þarf að bæta í ívilnanakerfi fyrir innviði ef það á að ná þessu markmiði, þ.e. að hægt sé að koma tæplega ½ milljón stærri farartækja, batterí/vetni í umferð í Evrópu fyrir 2030.
- Þegar horft er á smærri tæki, sérstaklega undir 7,5 tonn (jafnvel 10 tonn) þá eru komnar rafmagnslausnir fyrir öll tæki. Fjölbreytnin orðin talsverð og notkunarmöguleikar miklir. Drægni er þó enn, oft, takmörkuð við 200-300 km. Í sumum tilfellum er þetta samspil milli stærðar battería og burðargetu, þ.e. með aukinni drægni minnkar burðageta, o.s.frv. Það er því markaðurinn sem stýrir ferðini. og oft til að tækin verði ekki of þung. Hins vegar er oft hægt að fá slík tæki með lengri drægni en þá er smá burðargetur fórnað.
- Verð er þó enn nokkuð hátt. Hins vegar sýndu flest fyrirtæki fram á að með heimahleðslu (depot charging) er heildarlíftímakostnaður slíkra tækja lægri en núverandi jarðefnaeldsneytistækja.
- Allir framleiðendur bjóða nú uppá stærri bíla – alveg uppí 49 tonn sem rafmagnsbíla. Ekki eru allir komnir með slíka bíla í framleiðslu en margir eru það. Úrvalið er þó takmarkað en drægni slíkra bíla er að aukast. Daimler er þegar með bíl sem á að komast +400 km (44 tonna bíll fullhlaðinn). Aðrir segjast munu ná þeirri drægni á næstu 18-24 mánuðum.
- Verð slíkra bíla er þó hátt en líkt og með minni bílana sýndu flestir fram á að heildarlíftímakostnaður slíkra trukka væri lægri ef um heimahleðslu (depot charging) væri að ræða.
- Varðandi hreinar batteríslausnir þá hafa framleiðendur ákveðnar áhyggjur af uppbyggingu innviða. Hvort hægt verði að hlaða stóra flota flutningabíla á evrópskum hraðbrautum samtímis, sem og ef það er hægt hvað mun það kosta. Ljóst er að það verður mikill verðmunu á rafmagni frá heimahleðslu (depot charging) og hleðslu þar fyrir utan vegna kostnaða við uppbyggingu innviða. Innviðir hér er ekki bara hlaðan heldur einnig mögulegar línulagnir, o.s.frv.
- Vetnislausnir voru mun sýnilegra á sýninugunni nú en fyrir 2 árum
- Flestir framleiðendur eru nú að skoða bæði efnarafalalausnir (fuel cells) og sprengihreyfilslausnir fyrir vetnistæki.
- Sprengihreyfill hefur minni nýtni en efnarafalar en eru miklu mun ódýrari í framleiðslu og gætu orðið samkeppnishæfari í verði við díselbíla fyrir 2030. Rekstrarkostnaður er þó mun hærri enda nota þeir 15-20% meira eldsneyti.
- Nokkrir aðilar eru nú þegar að markaðssetja vetnistrukka en margir eru með slíka trukka í tilraunaasktri hjá viðskiptavinum víða í Evrópu og gera ráð fyrir að hefja markaðssetningu eftir 2026, aðallega þó 2028-2030. Uppbygging vetnisinnviða mun þó hafa áhrif hér.
- Framleiðendur ýja að umtalsverðum framförum í nýtingu eldsneytis sem dregur verulega úr rekstrakostnaði milli vetnis- og batterístrukka. Þó er ljóst að við heimahleðslu verður batterístrukkur alltaf ódýrari í rekstri.
- Drægni nýjustu vetnistrukkanna eins frá Daimler er 1.050 km á fyllingu og gera þeir ráð fyrir að drægnin verði nær 1.200-1.400 km þegar markaðssetning hefst (eftir 2-4 ár).
- Vetni var einnig víða sýnilegt í smærri bílum, sendiferðabílum o.s.frv. Þar voru einnig tengiltvinnvetnisbílar, þ.e. vetnið notað til að auka drægni batterísbíla.
Heilt yfir var upplifunin af sýningunni jákvæð. Hins vegar voru margir framleiðendur að sýna vistvæn tæki sem eiga að koma á markað eftir 2-6 ár (fyrir 2030). Einnig var verð á tækjunum ekki ljóst en sagt 2-3 sinnum hærra en á sambærilegu jarðefnaeldsneytistæki.
Upplifun undirritaðs var því að hægt er að fá öll tæki sem vistvæn í dag, í takmörkuðu úrvali og nokkuð dýr. Þetta á þó að breytast verulega um og eftir 2028 en þangað til verða stjórnvöld að ýta undir notkun með ívilnunum, annars verður innleiðingin afar hæg. Lyfta þarf grettistaki í uppbyggingu innviða fyrir trukka sem og að veita ívilnanir sem gera losunarfrí tæki samkeppnishæfari í rekstri við díseltæki.