Sustainable Tourism in the North – Clean Energy

Íslensk NýOrka stýrði orkuskiptahluta verkefnisins Sustainable Tourism in the North en það var unnið í samstarfi við SAF og Orkustofnun. Verkefnið var hluti af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019 og til þriggja ára.

Verkefni NýOrku, Clean Energy, sneri að því að greina leiðir til kolefnishlutleysis norrænnar ferðaþjónustu og hvernig auka mætti hlut vistvænna orkugjafa í geiranum. Áhersla var lögð á að skoða samgöngumáta á borð við bílaleigubíla, rútur og ferðaþjónustubáta. Anna Margrét Kornelíusdóttir stýrði verkefninu fyrir hönd Nýorku.

Niðurstöður verkefisins má finna á vefsíðu þess.