Skip to main content
Frá fyrstu vetnisstöðinni á Íslandi

Landsvirkjun og Linde Gas á Íslandi hafa ákveðið að starfa með tveimur fyrirtækjum, N1 og Olís, að uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis á Íslandi. Markmiðið er að gera vetni að raunhæfum kosti í samgöngum á Íslandi, ekki síst fyrir vörudreifingu, þungaflutninga og stærri farartæki, þar sem bein rafvæðing hentar síður.

Þetta er mikilvægt skref í þróun virðiskeðju fyrir vetni á Íslandi og færir okkur nær frekari uppbyggingu innviða fyrir tæki sem nýta vetni.

Sjá nánar í fréttatilkynningu Landsvirkjunar.