Íslensk Nýorka hefur skilað skýrslu úr netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda. Verkefnið var unnið fyrir ráðuneyti umhverfis-, orku og loftslags og voru niðurstöður kynntar á viðburði Grænu orkunnar í desember.
Markmið könnunarinnar var að greina hvort flöskuhálsar séu til staðar í hleðslukerfi landsins og hvar. Könnunin gaf meðal annars vísbendingar um
- að notendur merktu breytingu á aðgengi til hins betra frá fyrra ári
- að fleiri nýti sér almennar hleðslustöðvar einungis til að komast á leiðarenda
- að fjölga þurfi hleðslustöðvum á hverjum stað, fremur en að fjölga staðsetningum stöðva
- að enn skorti hraðhleðslustöðvar á Norðausturlandi, Suðausturlandi og Vestfjörðum
- ákall eftir viðurlögum við því að teppa hleðslustöð
- að ekki sé tímabært að hið opinbera hætti fjárveitingum til uppbyggingar hleðsluinnviða fyrir rafbíla
Skýrsluna með nálgast hér.