Íslensk Nýorka heldur sérstaklega upp á þennan dag – þó svo allir dagar séu vetnisdagar! Til gamans deilum við þessari gömlu mynd en þá opnaði fyrsta vetnisstöðin hér á landi en hún var jafnframt fyrsta vetnisstöð heims sem opin var almenningi. Í dag eru 3 vetnisstöðvar á landinu.

Vetnisstöð við Grjótháls árið 2003
Tejs Laustsen Jensen, framkvæmdastjóri Hydrogen Demark ávarpar Power-to-X ráðstefnuna

Íslensk Nýorka tók þátt í Power-to-X ráðstefnu Hydrogen Denmark þann 15. september samhliða því að mæta á árlegan stjórnarfund Nordic Hydrogen Partnership. Hvort tveggja fór fram í Kaupmannahöfn í vikunni. Ljóst er að hröð þróun í umræðu um vetni og rafeldsneyti hefur átt sér stað undanfarið ár og margföld aukning í fjölda vetnisverkefna í hinum ýmsu geirum. Fjölmörg ríki hafa gefið út vetnisvegvísi og hyggjast styðja við vetnisframleiðslu og fjárfestingu í vetnistækjum með það fyrir augum að draga úr losun vegna samgangna og um leið styðja við markmið um kolefnishlutleysi á komandi áratugum. Nordic Hydrogen Partnership mun halda áfram samstarfi sínu um samnorræn verkefni ásamt því að tengja saman norræna hagsmunaaðila.

Íslensk Nýorka, NORA og Blámi buðu til vefviðburðar um orkuskipti fiskeldisbáta 14. desember.

Hér má nálgast kynningar fyrirlesaranna þriggja:

Skráning fór fram hér.

Orkuskipti á sjó og í haftengdri starfsemi hafa mikið verið í umræðunni undanfarin ár. Orkuskipti þessa geira er mikil áskorun á meðan orkuskipti í samgöngum á landi er í fullum gangi og rafvæðing fólksbíla komin vel á veg. Líklegt er að horfa þurfi til annarra orkugjafa en rafmagn fyrir stærri tæki á borð við flutningabíla og skip, til dæmis vetni (hvort sem er í gas- eða vökvaformi), ammóníak eða annað rafeldsneyti. Í Færeyjum er vindorka vaxandi orkukostur, sér í lagi í samhengi við vetnisframleiðslu. Á viðburðinum verður fjallað um ýmis færeysk orkuskipta verkefni en skráning fer fram í gegnum þennan hlekk.

Hydrogen Utilization & Green Energy (HUGE) verkefnið, sem styrkt er af INTERREG Northern Periphery and Arctic áætluninni býður til veffundar um orkuskipti trukka 22. júní næstkomandi 9:00-11:00. Viðburðurinn ber yfirskriftina Hydrogen trucks: An opportunity for heavy vehicles decarbonisation og fer fram á ensku. Fimm sérfræðingar, það á meðal frá Volvo Trucks og Hyzon Motors, munu fjalla um orkuskipti þungaflutninga með vetni, segja frá reynslu sinni og horfa til næstu skrefa í þróun vistvænna flutningabíla.

Skráning fer fram hér.

Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum.
Markmiðið viðburðarins sem fer fram 5. maí næstkomandi er meðal annars að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.
Þátttakendur úr atvinnulífinu verða:

Jón Gestur Ólafsson, gæða,- umhverfis-og öryggisstjóri Bílaleigu Akureyrar

Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Elding Whale Watching Reykjavik

Auður H. Ingólfsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku


Samtalinu verður streymt á vefnum miðvikudaginn 5. maí kl. 13-14.30. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðu Loftslagsráðs.

Í lok mars var tilkynnt um úthlutun úr Loftslagssjóði 2021 og hlaut verkefni sem Íslensk NýOrka stýrir 10 milljóna króna styrk fyrir verkefnið Skrokk- og kerfishönnun á fjölnota raftvíbytnu. Samstarfsaðilar að verkefninu eru Arctic Clean Invest ehf., Mannvit, Faxaflóahafnir og Orka náttúrunnar.

Verkefnið miðar að því að forhanna raftvíbytnu og greina lykilnotkunarmöguleika hennar, með áherslu á almenningssamgöngur og haftengda ferðaþjónustu. Markmiðið er að hanna skrokk og rafkerfi, þ.m.t. lykil rafhlutir rafgeymar, mótoruar, o.s.frv, sem hefur þann eiginleika að hægt er að byggja mismunandi lausnir, yfirbyggingar, ofaná skrokkinn eftir notkun. Er þar um að ræða svokallaða „hjólabrettalausn“ (e. skateboard design) sem hægt er að skala upp eða niður, þar sem yfirbyggingin á skrokknum og lengd hans getur verið fjölbreytt eftir þörfum viðskiptavinar hverju sinni.

Verkefnið byggir á þekkingu sem varð til á Íslandi með rafvæðingu hvalaskoðunarbáta Norðursiglingar og var þróuð enn frekar í Noregi á undanförnum árum. Þróun á rafkerfum, rafgeymum og mótorum hefur verið afar hröð á undanförnum árum og opnað möguleika á að hafa slíka tvíbytnu losunarfrían (hingað til hafa nánast öll kerfi í slíka báta verið tengiltvinn (rafmagn-olía)). Einnig hefur verið ör þróun í byggingarefnum skrokka sem hefur opnað möguleika á að nota vistvænna efni en gengur og gerist sem einnig er talsvert léttara en fyrri gerðir. Samspil allra þessara þátta opnar fyrir ný tækifæri í hönnun á slíkum skrokk, sem síðan getur verið fjölnota t.d. til almenningssamgangna, sem ferja, skemmtibátur, hvalaskoðun, þjónustubátur fyrir fiskeldi, o.s.frv. Notkunarmöguleikar eru fjölbreyttir og því geta slíkir bátar haft umtalsverð áhrif á losun frá haftengdri starfsemi.

Á vefsíðu Rannís má nálgast upplýsingar um úthlutunina í heild sinni.

Út er komin skýrsla sem Íslensk NýOrka, EFLA, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar unnu fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið um rafvæðingu bílaleigubíla á Íslandi og nauðsynlega innviðauppbyggingu tengdri henni. 🔌🚗

Skýrslan inniheldur þarfa- og kostnaðargreiningu fyrir innviði ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll. 💡

Hér má sækja og lesa skýrsluna í heild sinni.

Næstkomandi fimmtudag, 18. febrúar 2021, fer fram veffundur á vegum Hydrogen Triple Alliance. Yfirskrift fundarins verður How Can Renewables Sustain Resilient Communities? Utilising hydrogen to increase coastal sustainability. Dagskrá má finna hér fyrir neðan og skráning fer fram í gegnum hlekk.

Arnar Páll Hauksson, þáttastjórnandi Spegilsins á RÚV, ræddi í gær við Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóra Íslenskrar NýOrku. Þeir fóru um víðan völl í málefnum er varða orkuskipti: fjölbreytt úrval rafbíla á markaði, noktun vetnis fyrir leigubíla og þungaflutninga og framtíð raforkukerfis Norðurlanda og Evrópu.

Hér má hlýða á viðtalið.