Rural Europe Towards the Clean Energy Transition (RECET) er verkefni til þriggja ára sem styrkt er af LIFE-áætlun Evrópusambandsins

Verkefnið miðar að því að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin. Stuðst verður við reynslu og aðferðir Energiakademiet frá eyjunni Samsø í Danmörku við mótun og þróun aðgerða til orkuskipta á hverju landsvæði fyrir sig. Energiakademiet hefur áratuga reynslu af því að þróa og innleiða svæðisbundnar orkuskiptaáætlanir.

Íslensk Nýorka og Eimur leiða verkefnið hér á landi en Vestfjarðastofa og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru einnig þátttakendur. Utan Íslands koma einnig að RECET: sveitarfélagið Postojna og verkefnaþróunarstofan Iskriva í Slóveníu, Energikontor Syd í sveitarfélaginu Blekinge í Suður Svíþjóð og sveitarfélög á eyjunni Menorca á Spáni.

RECET er fjármagnað að hluta af LIFE-áætlun Evrópusambandsins.

Vefsíða verkefnisins RECETproject.eu fer í loftið í lok desember 2023.