El-Mobility

Markmið El-Mobility verkefnisins var að meta og prófa rafgeymabíla í mismunandi umhverfisaðstæðum á Norður Atlantshafssvæðinu með því að prófa mismunandi tegundir rafgeymabíla í Grænlandi, Færeyjum og á Íslandi.

Meðfram því að athuga nýtni og drægni bílanna á þessum þremur eyjum var einnig viðhorf almennings kannað, auk þess að athuga mögulega markaðshlutdeild farartækjanna og athuga möguleika rafmagnsdreifikerfisins.

Lokaskýrsla verkefnisins kom út 2012 og hana má finna hér.