Kynning á Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum 24. janúar
Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum verður kynnt á opnum fundi í sal Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis á jarðhæð að Skúlagötu 4, fimmtudaginn 24. janúar 2019. Dagskrá verður með eftirfarandi sniði:
Opnunarerindi
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir – Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum – með áherslu á raftengingar til skipa í höfn
Anna Margrét Kornelíusdóttir – Íslensk NýOrka og
Sigríður Ragna Sverrisdóttir – Hafið Öndvegissetur
Aðgerðaráætlun um uppbyggingu innviða
Sigurðurður Ingi Friðleifsson – Orkusetur
Umræður og fyrirspurnir úr sal að loknum framsöguerindum. Fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Sjá nánar í hlekk um Facebook viðburð.