Hátíðarvinnustofa í tilefni af 20 ára afmæli Íslenskrar NýOrku

Í tilefni af 20 ára afmæli Íslenskrar NýOrku þann 15. maí efnir fyrirtækið til hátíðarvinnustofu undir yfirskriftinni Verður Ísland kolefnislaust árið 2040? Viðburðurinn fer fram á ensku og munu innlendir og erlendir fyrirlesarar úr ýmsum geirum fjalla um sitt framlag til orkuskipta. Að loknum erindum og pallborðsumræðum verður boðið upp á léttar veitingar. Vinnustofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

Þessar upplýsingar má einnig finna á viðburði á Facebook síðu NýOrku.