Dagur vetnis og efnarafala 8. október!
Það var árið 2015 sem Fuel Cell and Hydrogen Energy Association í Bandríkjunum efndi fyrst til Dags vetnis og efnarafala. Tilgangur hans er fyrst og fremst að vekja athygli á efnrafala- og vetnistækni og fagna þróuninni sem hefur átt sér stað innan vetnisiðnaðar og þá miklu möguleika sem tæknin býr yfir í dag og til framtíðar.
8. október (10.08) var valinn með hliðsjón af atómþyngd vetnis (1.008).
Íslensk NýOrka hefur starfað í verkefnum sem tengjast vetni á einn eða annan hátt frá árinu 1999 og því fögnum við degi sem þessum!