Skip to main content

HUGE Project EU og SEAFUEL EU standa fyrir vefviðburði undir yfirskriftinni From Demonstration to Regional Impact: Scaling Up Hydrogen Projects þann 27. nóvember næstkomandi. Undanfarin ár og sér í lagi á árinu 2020 hefur umræða um notkun vetnistækni til að draga úr vægi kolefnis í orkukerfum heims og samgöngum aukist um allan helming. Því verður fjallað um forsendur og nauðsyn þess að hraða uppbyggingu vetnisinnviða og auka framleiðslu á vetni út frá ýmsum sjónarhornum. Sjá nánar um dagskrá og skráningu í meðfylgjandi hlekk.