Skip to main content

Hydrogen Utilization & Green Energy (HUGE) verkefnið, sem styrkt er af INTERREG Northern Periphery and Arctic áætluninni býður til veffundar um orkuskipti trukka 22. júní næstkomandi 9:00-11:00. Viðburðurinn ber yfirskriftina Hydrogen trucks: An opportunity for heavy vehicles decarbonisation og fer fram á ensku. Fimm sérfræðingar, það á meðal frá Volvo Trucks og Hyzon Motors, munu fjalla um orkuskipti þungaflutninga með vetni, segja frá reynslu sinni og horfa til næstu skrefa í þróun vistvænna flutningabíla.

Skráning fer fram hér.