Skip to main content
Tejs Laustsen Jensen, framkvæmdastjóri Hydrogen Demark ávarpar Power-to-X ráðstefnuna

Íslensk Nýorka tók þátt í Power-to-X ráðstefnu Hydrogen Denmark þann 15. september samhliða því að mæta á árlegan stjórnarfund Nordic Hydrogen Partnership. Hvort tveggja fór fram í Kaupmannahöfn í vikunni. Ljóst er að hröð þróun í umræðu um vetni og rafeldsneyti hefur átt sér stað undanfarið ár og margföld aukning í fjölda vetnisverkefna í hinum ýmsu geirum. Fjölmörg ríki hafa gefið út vetnisvegvísi og hyggjast styðja við vetnisframleiðslu og fjárfestingu í vetnistækjum með það fyrir augum að draga úr losun vegna samgangna og um leið styðja við markmið um kolefnishlutleysi á komandi áratugum. Nordic Hydrogen Partnership mun halda áfram samstarfi sínu um samnorræn verkefni ásamt því að tengja saman norræna hagsmunaaðila.