Skip to main content

Orkuskipti á sjó og í haftengdri starfsemi hafa mikið verið í umræðunni undanfarin ár. Orkuskipti þessa geira er mikil áskorun á meðan orkuskipti í samgöngum á landi er í fullum gangi og rafvæðing fólksbíla komin vel á veg. Líklegt er að horfa þurfi til annarra orkugjafa en rafmagn fyrir stærri tæki á borð við flutningabíla og skip, til dæmis vetni (hvort sem er í gas- eða vökvaformi), ammóníak eða annað rafeldsneyti. Í Færeyjum er vindorka vaxandi orkukostur, sér í lagi í samhengi við vetnisframleiðslu. Á viðburðinum verður fjallað um ýmis færeysk orkuskipta verkefni en skráning fer fram í gegnum þennan hlekk.