Skip to main content

Orkusjóður tilkynnti um úthlutun í júlí mánuði. Umsóknarfrestur hafði verið til 7. maí 2022. Sótt var um 3927,6 milljónir króna til 199 verkefna en til úthlutunar komu 871,7 milljónir til 137 verkefna. 

Styrkflokkar að þessu sinni voru: bætt orkunýting, minnkun olíunotkunar í iðnaði, raf- og lífeldsneyti og metan, hleðslustöðvar fyrir samgöngur og orkuskipti í haftengdri starfsemi.

Nánar má lesa um úthlutunina á vefsíðu Orkustofnunar.