Skip to main content
Vetnisbíll við vetnisstöðina við Grjótháls

Franska orku­fyr­ir­tækið Qair hef­ur keypt af Ork­unni helm­ings­hlut í Íslenska vetn­is­fé­lag­inu og er ætl­un­in að fjölga vetn­is­stöðvum fé­lags­ins úr tveim­ur í sex samkvæmt fréttum mbl.is og Viðskiptablaðsins. Verður þá hægt að fylla á vetn­is­bíla hring­inn í kring­um landið en Íslenska vetnisfélagið hefur rekið eina vetnisstöð við Grjótháls í Reykjavík og aðra á Fitjum í Reykjanesbæ síðan 2018.

Stöðvarnar eru hluti af Hydrogen Mobility Europe verkefninu sem Íslensk Nýorka er aðili að. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Fuel Cells and Hydrogen 2 Joint Undertaking (nú Clean Hydrogen Partnership) samkvæmt styrksamningi nr. 671438 og nr. 700350. Verkefnið fær stuðning frá Horizon 2020 rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Hydrogen Europe og Hydrogen Europe Research.