Skip to main content

Fimmtudaginn 23. mars fer fram kynning á styrkjum sem bjóðast á sviði umhverfis-, loftslags- og orkumála. Um er að ræða sameiginlegan viðburð Rannís, Grænvangs, Orkustofnunar og Festu sem tengir saman stuðningsumhverfi, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til að auðvelda samstarf þeirra á milli.

Í boði verður afar metnaðarfull dagskrá þar sem gestir geta fræðst um innlenda og erlenda sjóði auk þess að hlýða á reynslusögur styrkþega. Í lok dags gefst þátttakendum færi á að spjalla á 15 mínútna löngum stefnumótum svokölluðum. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má finna á vefsíðu viðburðarins.

Nánari upplýsingar veita Kamma Thordarson á kamma@green.is og Gyða Einarsdóttir á gyda.einarsdottir@rannis.is