Skip to main content

Íslensk Nýorka stóð fyrir veffundi 7. september um orkuskipti smærri skipa á Norðurlöndum. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við MAREN verkefnið, sem styrkt er af Nordic Innovation. Þar voru flutt erindi sem tóku á málefninu frá ýmsum sjónarhornum og veltu upp spurningum á borð við:
📍 Eru orkuskipti svo flókið mál?
📍 Hver þarf aðkoma stjórnvalda að vera?
📍 Hvert stefnum við?
📍 Hvað er hægt að gera í dag?
📍 Hverjir eru hagsmunaðilarnir og hvaða hlutverk leika þeir í orkuskiptavegferðinni?

Dagskráin var á þessa leið:

Þorsteinn Másson, Blámi
Ole Lundberg Larsen, Danish Fishers Association
Sigrid Lædre, Sintef Industry
Rúnar Unnþórsson, Háskóli Íslands
Ellinor Forström, RISE Research Institutes of Sweden

Fundarstjori var Anna Margrét Kornelíusdóttir. Síða viðburðarins er hér.

Upptaka frá viðburðinum er aðgengileg á YouTube síðu Nýorku og hér fyrir ofan.