Í nýútkominni skýrslu um leiðir fyrirtækja á Norðurlöndum til að tækla sjálfbærni- og loftslagsmál kemur eftirfarandi fram:

• Loftslagsmál skipta stjórnendur fyrirtækja gríðarlegu máli
• Stór útflutningsfyrirtæki á Norðurlöndum hafa þegar skuldbundið sig til að draga úr eigin útblæstri gróðurhúsalofttegunda (GHL) og leggja þannig sitt á vogarskálarnar gegn hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum
• Fyrirtækin sjá glögg tengsl á milli samdrættar í losun GHL, samkeppnishæfni og arðsemi
• Fyrirtæki tækju fagnandi stífari markmiðum ríkisstjórna sinna um hraðari samdrátt losunar og innleiðingu aðgerða til að takast á við vandann

Sjá skýrsluna í heild sinni í hlekk.

Við viljum benda á nýja og uppfærða síðu Norsk hydrogenforum. Hún er á norsku en hana má auðveldlega þýða í vafra og lesa á öðru tungumáli upplýsingar um spennandi núverandi og komandi vetnistengd verkefni í Noregi, vetnisfréttir og um ráðstefnur og viðburði í geiranum.

Sjá nánar hér hydrogen.no.

Samningur undirritaður um mótun aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum

Mótun markvissrar aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum með uppbyggingu rafinnviða fyrir skip og annarrar haftengdrar starfsemi eru kjarninn í samningi sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í liðinni viku við Íslenska Nýorku og Hafið-Öndvegissetur. Niðurstöðum verður skilað fyrir árslok.

Sjá nánar í frétt hér.